Spyr hvort hjásetan hafi verið þvingunaraðgerð Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. desember 2010 18:37 Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokks Vinstri grænna, spyr hvort hjáseta þriggja stjórnarþingmanna við afgreiðslu fjárlaga sé þvingunaraðgerð til að knýja ríkisstjórn og meirihluta hennar til að breyta um stefnu, í nýrri greinargerð sem fréttastofa hefur undir höndum. Hjáseta þriggja þingmanna við afgreiðslu fjárlaga hefur valdið deilum og þá hefur ríkisstjórnarstamstarfið verið talið standa tæpt vegna hennar, en samþykkt grundvallarmáls eins og fjárlaga er talið forsenda stuðnings við ríkisstjórn.Ásmundur og Atli gerðu enga fyrirvara í haust Stöð 2 hefur undir höndum nýja greinargerð sem Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokks VG skrifaði og lögð var fyrir þingflokkinn í gær. Þar segir hann að Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason hafi ekki gert neina fyrirvara um stuðning við fjárlagafrumvarpið í haust, ólíkt Lilju Mósesdóttur. Því næst svarar hann yfirlýsingu þeirra þriggja lið fyrir lið. Þremenningarnir hafa gagnrýnt samstarfið við AGS harkalega sem ástæðu fyrir hjásetu. Árni Þór segir að efnahagsáætlun AGS frá haustinu 2008 hafi ítrekað verið endurskoðuð og milduð. Í síðustu skýrslu AGS hafi sjóðurinn hrósað einbeittum vilja íslenskra stjórnvalda til að verja norræna velferðarmódelið. Og þá hafi lægri spár um hagvöxt ekkert haft með AGS að gera. Þá gefur Árni Þór lítið fyrir yfirlýsingar þremenninganna um að efnahagsstefna AGS hafi valdið tjóni. Tillögur AGS séu ekki frumorsök erfiðleika Íslendinga heldur einkavæðing og „nýfrjálshyggja." Þá undirstrikar hann að efnahagsstefnan sé stefna íslenskra stjórnvalda, ekki AGS eingöngu.Hvað eru 200 milljarðarnir? Þremenningarnir hafa gagnrýnt forgangsröðun, en þeir fullyrtu að 200 opinberir starfsmenn ynnu við aðildarumsókn að ESB og umsóknin kosti ríkissjóð milljarða króna. Árni Þór spyr hvar þessi starfsmenn séu og hvar þessir milljarðar séu í fjárlögum. En gengst þó við því að ESB umsóknin valdi talsverðu álagi á ráðuneytin. Að lokum veltir Árni Þór því fyrir sér hvort hjáseta þremenninganna sé einhvers konar þvingunaraðgerð til að knýja ríkisstjórn og meirihluta hennar til að breyta um stefnu. „Vinnubrögð er sjálfsagt að ræða og reyna að bæta en eru þetta uppbyggilegar aðferðir til að ná slíku fram?," spyr hann. Árni Þór vildi ekki tjá sig í dag um greinargerðina. „Ég ætla ekkert að tjá mig um þessa greinargerð á þessu stigi málsins. Hún var lögð fram á fundi þingflokksins í gær og við höfðum hugsað okkur að taka núna jólaleyfi og halda gleðileg jól og áramót. Og koma saman á næsta ári og fara yfir okkar mál. Það vita allir að það hefur verið uppi ágreiningur og erfiðleikar í samskiptum manna og við þurfum að vinna í því máli. Það er best að við gerum það í okkar hópi og vil spara mér yfirlýsingar þangað til," segir Árni Þór. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokks Vinstri grænna, spyr hvort hjáseta þriggja stjórnarþingmanna við afgreiðslu fjárlaga sé þvingunaraðgerð til að knýja ríkisstjórn og meirihluta hennar til að breyta um stefnu, í nýrri greinargerð sem fréttastofa hefur undir höndum. Hjáseta þriggja þingmanna við afgreiðslu fjárlaga hefur valdið deilum og þá hefur ríkisstjórnarstamstarfið verið talið standa tæpt vegna hennar, en samþykkt grundvallarmáls eins og fjárlaga er talið forsenda stuðnings við ríkisstjórn.Ásmundur og Atli gerðu enga fyrirvara í haust Stöð 2 hefur undir höndum nýja greinargerð sem Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokks VG skrifaði og lögð var fyrir þingflokkinn í gær. Þar segir hann að Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason hafi ekki gert neina fyrirvara um stuðning við fjárlagafrumvarpið í haust, ólíkt Lilju Mósesdóttur. Því næst svarar hann yfirlýsingu þeirra þriggja lið fyrir lið. Þremenningarnir hafa gagnrýnt samstarfið við AGS harkalega sem ástæðu fyrir hjásetu. Árni Þór segir að efnahagsáætlun AGS frá haustinu 2008 hafi ítrekað verið endurskoðuð og milduð. Í síðustu skýrslu AGS hafi sjóðurinn hrósað einbeittum vilja íslenskra stjórnvalda til að verja norræna velferðarmódelið. Og þá hafi lægri spár um hagvöxt ekkert haft með AGS að gera. Þá gefur Árni Þór lítið fyrir yfirlýsingar þremenninganna um að efnahagsstefna AGS hafi valdið tjóni. Tillögur AGS séu ekki frumorsök erfiðleika Íslendinga heldur einkavæðing og „nýfrjálshyggja." Þá undirstrikar hann að efnahagsstefnan sé stefna íslenskra stjórnvalda, ekki AGS eingöngu.Hvað eru 200 milljarðarnir? Þremenningarnir hafa gagnrýnt forgangsröðun, en þeir fullyrtu að 200 opinberir starfsmenn ynnu við aðildarumsókn að ESB og umsóknin kosti ríkissjóð milljarða króna. Árni Þór spyr hvar þessi starfsmenn séu og hvar þessir milljarðar séu í fjárlögum. En gengst þó við því að ESB umsóknin valdi talsverðu álagi á ráðuneytin. Að lokum veltir Árni Þór því fyrir sér hvort hjáseta þremenninganna sé einhvers konar þvingunaraðgerð til að knýja ríkisstjórn og meirihluta hennar til að breyta um stefnu. „Vinnubrögð er sjálfsagt að ræða og reyna að bæta en eru þetta uppbyggilegar aðferðir til að ná slíku fram?," spyr hann. Árni Þór vildi ekki tjá sig í dag um greinargerðina. „Ég ætla ekkert að tjá mig um þessa greinargerð á þessu stigi málsins. Hún var lögð fram á fundi þingflokksins í gær og við höfðum hugsað okkur að taka núna jólaleyfi og halda gleðileg jól og áramót. Og koma saman á næsta ári og fara yfir okkar mál. Það vita allir að það hefur verið uppi ágreiningur og erfiðleikar í samskiptum manna og við þurfum að vinna í því máli. Það er best að við gerum það í okkar hópi og vil spara mér yfirlýsingar þangað til," segir Árni Þór. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira