Innlent

Réðst inn í verslun vopnaður hnífi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gerð var tilraun til þess að ræna verslunina Mini Market, í Drafnarfelli, um tvöleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur frá afgreiðslumanni í versluninni kom maður inn í verslunina vopnaður hnífi og ógnaði afgreiðslufólki með honum. Lögreglan hefur handtekið mann vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×