Innlent

Nýr prestur settur í Fríkirkjunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bryndís Valbjarnardóttir mun vígjast til prests á morgun. Mynd/ Anton.
Bryndís Valbjarnardóttir mun vígjast til prests á morgun. Mynd/ Anton.
Bryndís Valbjarnardóttir, nýr prestur, verður sett inn í embætti í Fríkirkjunni í Reykjavík í hátíðarmessu annaðkvöld. Bryndís er guðfræðingur frá Háskóla Íslands en hefur starfað sem útfarastjóri mörg undanfarin ár.

Samkvæmt upplýsingum frá Hirti Magna Jóhannssyni, safnaðarpresti í Fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík, hefur söfnuðurinn vaxið mjög hratt undanfarinn áratug eða um 300 til 400 manns árlega. Söfnuðinum tilheyra nú um níu þúsund manns.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×