
Lífið
Dóttir Stings gefur út

Coco Sumner, hin nítján ára dóttir tónlistarmannsins Sting og eiginkonu hans Trudie Styler fetar nú í fótspor pabba síns og hefur gefið út fyrsta lagið sitt. Hún notar listamannsnafnið I Blame Coco og í laginu, „Caesar“, syngur hún með sænsku söngkonunni Robyn. Búast má við stórri plötu í framtíðinni en Coco er á samningi við Island-útgáfuna. Sting á sex börn sem flest fást við listir. Elsti sonur hans Joseph Sumner er í hljómsveitinni Fiction Plane og dætur hans Kate og Bridget eru leikkonur.