Lífið

Dóttir Stings gefur út

Coco Sumner, dóttir Sting, er að gefa út sitt fyrsta lag.
Coco Sumner, dóttir Sting, er að gefa út sitt fyrsta lag.
Coco Sumner, hin nítján ára dóttir tónlistarmannsins Sting og eiginkonu hans Trudie Styler fetar nú í fótspor pabba síns og hefur gefið út fyrsta lagið sitt. Hún notar listamannsnafnið I Blame Coco og í laginu, „Caesar“, syngur hún með sænsku söngkonunni Robyn. Búast má við stórri plötu í framtíðinni en Coco er á samningi við Island-útgáfuna. Sting á sex börn sem flest fást við listir. Elsti sonur hans Joseph Sumner er í hljómsveitinni Fiction Plane og dætur hans Kate og Bridget eru leikkonur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.