Lífið

Stjörnukokkur út, Íslendingur inn - myndir

Agnar Sverrisson, sem hefur starfað erlendis í rúm 10 ár hjá bestu martreislumönnum í heimi, er inni en Gordon Ramsay úti.
Agnar Sverrisson, sem hefur starfað erlendis í rúm 10 ár hjá bestu martreislumönnum í heimi, er inni en Gordon Ramsay úti.

Fjórir nýir veitingastaðir í London fengu sína fyrstu Michelin stjörnu í gær og var veitingahúsið Texture þar á meðal.

Agnar Sverrisson, yfirmatreiðslumaður og einn af eigendum Texture er fyrsti íslenski matreiðslumaðurinn sem fær umrædda stjörnu.

Þetta er í fyrsta skipti sem veitingastaður sem er að stórum hluta í eigu Íslendinga fær stjörnu.

„Þetta er mikill, mikill heiður og búið að vera ansi löng og erfið vinna, en þetta er loksins að skila sér," sagði Agnar í samtali við Vísi í gærkvöldi.

Texture er hannaður af eiginkonu Agnars, Þórhildi Rafnsdóttur.

Mjög sjaldgæft er að veitingastaðir sem hafa verið aðeins opnir í tvö og hálft ár, eins og Texture, fái umrædda stjörnu.

Athyglisvert er að stjörnukokkurinn Gordon Ramsay á Claridge´s Hotelinu í Mayfair í London missti sína Michelin stjörnu.

Heimasíða Texture í London


Tengdar fréttir

Íslendingur hlaut Michelin stjörnuna

Veitingahúsið Texture í London, sem er í eigu kokksins Agnars Sverrissonar og franska vínþjónsins Xavier Rousset, hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá stjörnu í veitingaúsahandbók Michelin, sem þykir einn mesti heiður sem hægt er að hljóta í veitingabransanum.

Á fullu fyrir veislu ársins - myndir

Fjölmiðlar fá ekki aðgang að sjálfum veisluhöldunum en Vísir fékk leyfi til að mynda á meðan undirbúningurinn stóð sem hæst í eldhúsi Veisluturnsins aðeins klukkustund áður en hátíðin hófst í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.