Fótbolti

FIFA-listinn: Brasilía ýtti Spáni úr toppsætinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr landsleik Englands og Brasilíu frá því í haust.
Úr landsleik Englands og Brasilíu frá því í haust. Nordic Photos / AFP

Brasilía hefur endurheimt toppsætið á styrkleikalista FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. Nýr listi var gefinn út í morgun.

Evrópmeistarar Spánverja hafa verið á toppi listans undanfarna fimm mánuði en Brasilíumenn eru nú aftur komnir á toppinn. Þetta er í sjöunda sinn síðan að listinn birtist fyrst árið 1993 að Brasilía kemst á toppinn en þeir hafa hins vegar samtals trónað á toppnum í 142 mánuði á undanförnum sautján árum.

Aðeins 43 dagar eru þar til að heimsmeistarakeppnin í Suður-Afríku hefst og þykja bæði þessi lið sigurstrangleg í keppninni.

Ísland er nú í 91. sæti listans og fellur um eitt sæti frá síðasta mánuði. Liðið hefur þó ekkert spilað síðan að síðasti listi var gefinn út. Ísland er í 42. sæti meðal Evrópuþjóða, á milli Moldóvíu og Armeníu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×