Erlent

Íþróttafréttamenn að verða óþarfir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forritinu er ekki síst ætlað að skrifa fréttir um niðurstöður úr háskólaíþróttum. Mynd/ afp.
Forritinu er ekki síst ætlað að skrifa fréttir um niðurstöður úr háskólaíþróttum. Mynd/ afp.
Amerískt fyrirtæki hefur þróað hugbúnað sem getur skrifað fréttir án þess að nokkur fréttamaður komi að skrifunum. Hugbúnaðinum er einkum ætlað að skrifa íþróttafréttir.

Í frétt New York Times um málið kemur fram að tilgangurinn með þróun forritsins sé sá að skólar sem halda úti stórum íþróttaliðum eigi auðveldara með að fá stóra og virta íþróttafréttamiðla til þess að birta fréttir frá þeim án þess að þurfa að leggja í kostnað við að greiða blaðamönnum fyrir að skrifa slíkar fréttir. Fyrirtækið, sem heitir Statsheet er um þessar mundir að reyna að fá skóla með í þessa vinnu.

Hugmyndasmiðurinn að forritinu, Robbie Allen, segir við New York Times að hugbúnaðurinn sé byggður upp með gagnagrunni sem innihaldi 5000 setningar. Hugbúnaðurinn blandar síðan tölfræði úr leikjunum inn í setningarnar þannig að úrslitum leikja er gerð greinileg skil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×