Póstdreifingarmiðstöð flutt frá Hvolsvelli til Hellu 19. febrúar 2010 02:30 Hella Útlit er fyrir að póstdreifingarmiðstöð Íslandspósts flytji frá Hvolsvelli á Hellu. Stjórn Íslandspósts hefur samþykkt fyrir sitt leyti að flytja póstdreifingarmiðstöðina á Hvolsvelli til nágrannabæjarins Hellu. Guðmundur Oddsson, formaður stjórnarinnar, segir endanlega ákvörðun vera í höndum Ingimundar Sigurpálssonar, forstjóra Íslandspósts. Ástæða fyrirhugaðs flutnings er sú að á Hvolsvelli hefur Íslandspóstur deilt húsnæði með Eldstó Café & Hús leirkerasmiðsins, sem hefur gert kauptilboð í allt húsnæðið. Guðmundur segir að flutningurinn á Hellu muni ekki koma niður á þjónustunnni á Hvolsvelli. Íslandspóstur verði áfram með afgreiðslu þar og hafi náð samkomulagi við Landsbankann um að hún verði í húsnæði bankans á Austurvegi. Hann segist telja að flutningurinn á Hellu sé besti kosturinn en tekur fram að um tímabundna lausn sé að ræða, hugsaða til um það bil þriggja ára. Fyrri samþykktir stjórnar Íslandspósts um að vera með póstdreifingarmiðstöð á Hvolsvelli standi. Íslandspóstur hefur átt í viðræðum við eigendur fyrirtækisins Raffoss á Hellu um að leigja af þeim húsnæði. Þorgils Gunnarsson, hjá Raffoss, segir að gerð hafi verið drög að leigusamningi þó ekkert hafi verið undirritað. Hann hafi byrjað að innrétta húsið fyrir nokkrum vikum en nú sé allt stopp því hann hafi ekkert heyrt frá Íslandspósti í þrjár vikur. Örn Þórðarson, sveitarstjóri Rangárþings ytra á Hellu, segist vonast til að málið fái farsæla lausn. Hann telji að tímabundið sé best að hafa póstdreifingarmiðstöðina á Hellu. „Ég vona að þetta mál fái farsæla lendingu,“ segir Örn. Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra á Hvolsvelli, segir að sveitarstjórnin hafi bent Íslandspósti á hentugt húsnæði á Hvolsvelli en engin svör hafi borist. Hann segir vissulega bagalegt að missa póstdreifinguna á Hellu, jafnvel þó að flutningurinn sé hugsaður til skamms tíma. „Það er klúður ef þeir ætla að flytja á Hellu og koma síðan aftur á Hvolsvöll seinna,“ segir Elvar. „Auðvitað er maður hræddur um að starfsemin komi ekki aftur en við verðum að treysta því að Íslandspóstur standi við orð sín og byggi upp á Hvolsvelli í framtíðinni.“ trausti@frettabladid.is Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Stjórn Íslandspósts hefur samþykkt fyrir sitt leyti að flytja póstdreifingarmiðstöðina á Hvolsvelli til nágrannabæjarins Hellu. Guðmundur Oddsson, formaður stjórnarinnar, segir endanlega ákvörðun vera í höndum Ingimundar Sigurpálssonar, forstjóra Íslandspósts. Ástæða fyrirhugaðs flutnings er sú að á Hvolsvelli hefur Íslandspóstur deilt húsnæði með Eldstó Café & Hús leirkerasmiðsins, sem hefur gert kauptilboð í allt húsnæðið. Guðmundur segir að flutningurinn á Hellu muni ekki koma niður á þjónustunnni á Hvolsvelli. Íslandspóstur verði áfram með afgreiðslu þar og hafi náð samkomulagi við Landsbankann um að hún verði í húsnæði bankans á Austurvegi. Hann segist telja að flutningurinn á Hellu sé besti kosturinn en tekur fram að um tímabundna lausn sé að ræða, hugsaða til um það bil þriggja ára. Fyrri samþykktir stjórnar Íslandspósts um að vera með póstdreifingarmiðstöð á Hvolsvelli standi. Íslandspóstur hefur átt í viðræðum við eigendur fyrirtækisins Raffoss á Hellu um að leigja af þeim húsnæði. Þorgils Gunnarsson, hjá Raffoss, segir að gerð hafi verið drög að leigusamningi þó ekkert hafi verið undirritað. Hann hafi byrjað að innrétta húsið fyrir nokkrum vikum en nú sé allt stopp því hann hafi ekkert heyrt frá Íslandspósti í þrjár vikur. Örn Þórðarson, sveitarstjóri Rangárþings ytra á Hellu, segist vonast til að málið fái farsæla lausn. Hann telji að tímabundið sé best að hafa póstdreifingarmiðstöðina á Hellu. „Ég vona að þetta mál fái farsæla lendingu,“ segir Örn. Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra á Hvolsvelli, segir að sveitarstjórnin hafi bent Íslandspósti á hentugt húsnæði á Hvolsvelli en engin svör hafi borist. Hann segir vissulega bagalegt að missa póstdreifinguna á Hellu, jafnvel þó að flutningurinn sé hugsaður til skamms tíma. „Það er klúður ef þeir ætla að flytja á Hellu og koma síðan aftur á Hvolsvöll seinna,“ segir Elvar. „Auðvitað er maður hræddur um að starfsemin komi ekki aftur en við verðum að treysta því að Íslandspóstur standi við orð sín og byggi upp á Hvolsvelli í framtíðinni.“ trausti@frettabladid.is
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira