Erlent

Eiffelturninum lokað vegna veðurs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Loka þurfti Eiffelturninum vegna óveðurs í dag. Mynd/ afp.
Loka þurfti Eiffelturninum vegna óveðurs í dag. Mynd/ afp.
Mikil snjókoma í París olli því að tafir urðu á strætósamgöngum, röskun varð á flugi um Charles de Gaulle flugvöll og Eiffelturninum var lokað. Fréttastofa BBC segir að hraðbrautir hafi verið ófærar vegna sjókomunnar sem gerði vart við sig á mörgum stöðum í Frakklandi.

En óveðrið gerði vart við sig víðar í Evrópu. Í suðurhluta Spánar drukknaði drengur þegar vatnsmikil á hreif bifreið hans með sér. Þá létust tveir í Póllandi vegna mikils kulda. Yfirvöld í Póllandi segja að 66 manns hafi farist síðan að vetrarveðrið skall á í lok nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×