Íslenski boltinn

FH fær Dana til reynslu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, er líklega spenntur fyrir nýja Dananum.
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, er líklega spenntur fyrir nýja Dananum. Mynd/Stefán

Íslandsmeistarar FH í knattspyrnu eiga von á Dananum Jacob Neestrup en hann mun verða til reynslu hjá félaginu í nokkra daga. Þetta kemur fram á fhingar.net.

Neestrup er 22 ára gamall miðjumaður sem hefur spilað með Stavanger í Noregi. Hann er uppalinn hjá FCK. Neestrup á að baki tvo leiki fyrir U-20 ára lið fyrir Dani.

Á fótbolta.net kemur síðan frama ð Bjarki Gunnlaugsson sé væntanlega á leið til FH á nýjan leik.

FH-ingum hefur ekki gengið sem skildi í undirbúningnum fyrir Íslandsmótið og meistararnir ætla því augljóslega að styrkja sig áður en Íslandsmótið hefst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×