Íslenski boltinn

McShane samdi við Grindavík

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
McShane í leik með Keflavík síðasta sumar.
McShane í leik með Keflavík síðasta sumar.

Paul McShane hefur skrifað undir tveggja ára samning við Pepsi-deildarlið Grindavíkur. McShane kemur til félagsins frá Keflavík.

Eins og Vísir greindi frá í gær þá benti margt til þess að McShane væri á leið til Grindavíkur og það hefur nú gengið eftir.

McShane er ekki ókunnugur í herbúðum Grindavíkur en hann gekk í raðir félagsins árið 1998 og lék með liðinu í tíu ár.

Hann fór svo til Fram í tvö ár, Keflavík í eitt ár og er nú kominn "heim" aftur.

Miðjumaðurinn sterki er 32 ára gamall og hefur leikið 232 leiki í efstu deild á Íslandi. Hann hefur skoraði 32 mörk í þeim leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×