Bubbi vill fría smokka í grunnskóla Erla Hlynsdóttir skrifar 11. nóvember 2010 14:40 Bubbi Morthens í auglýsingaherferðinni frá 1986 „Miðað við þær fréttir sem við fáum af gríðarlegri útbreiðslu kynsjúkdóma held ég að sú herferð hljóti að hafa mistekist hrapalega," segir Bubbi Morthens um 24 ára gamla auglýsingaherferð þar sem fólk var hvatt til að nota smokkinn. Bubbi tók sjálfur þátt í herferðinn en nú hefur verið ákveðið að endurgera hana og hafa um hundrað þekktir einstaklingar samþykkt að taka þátt. Að sögn Bubba skipti það hann miklu að nota smokkinn. „Enda var ég mjög seinn til að eignast börn," segir hann kankvís. Hann segist nokkuð viss um að ástæðan fyrir því að ungt fólk í dag notar smokkinn lítið sé ekki sú að það sé feimið við að nota hann heldur fyrst og fremst því hann sé svo dýr, og leggur til nýstárlega nálgun til að sporna við útbreiðslu kynsjúkdóma. „Ég man að þegar ég var í skóla kom fólk og hellti í okkur lýsi. Ég held að það væri tilvalið að dreifa smokkum ókeypis í efstu bekkjum grunnskóla. Miðað við tíðarandann í dag þá held ég að það sé ekkert svo galin hugmynd," segir hann. Hemmi Gunn í auglýsingunni margfrægu Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn, tók einnig þátt í herferðinni á sínum tíma og ætlar aftur að vera með nú. „Ég þurfti ekki að hugsa þetta tvisvar. Ég var reiðubúinn um leið og þeir höfðu samband," segir Hemmi. Hann rifjar upp að tal um smokka hafi verið meira feimnismál hér á árum áður. „Það var nú einu sinni þannig að flestir af minni kynslóð voru svo bældir og lokaðir að þeir ræddu helst ekki svona mál. Ég hafði mikið umgengist yngra fólk sem fararstjóri og var orðinn öllu vanur. Mér fannst þetta alltaf mjög flott mál," segir hann. „Mér fannst þetta alveg stórsnjallt á sínum tíma. Ég var mjög stoltur af því að taka þátt." Þeir sem standa að nýju auglýsingaherferðinni eru félagasamtökin Smokkur - sjálfsögð skynsemi og Ástráður félag læknanema, ásamt Íslensku auglýsingastofunni. Á sínum tíma var átakinu beint sérstaklega gegn alnæmi. Nú hefur herferðin víðtækari skírskotun enda Íslendingar, sér í lagi ungt fólk, alls ekki nógu duglegir að nota smokkinn. Afleiðingarnar af því eru til að mynda þær að Íslendingar eiga nú Norðurlandamet í klamydíusmitum. „Íslendingar tóku klamydíuna með stæl," segir Hemmi. Hér fyrir neðan má skoða myndir af þremur auglýsingaplakötum frá 1986 þar sem fólk er hvatt til að setja öryggið á oddinn því „smokkurinn má ekki vera neitt feimnismál." Þar má sjá fjölda þekktra einstaklinga, svo sem Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra, Jónínu Benediktsdóttur athafnakonu, Þorgrím Þráinsson rithöfund og Elínu Hirst fréttakonu. Hægt er að stækka myndir af plakötunum með því að smella á þær inni í myndasafninu. Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
„Miðað við þær fréttir sem við fáum af gríðarlegri útbreiðslu kynsjúkdóma held ég að sú herferð hljóti að hafa mistekist hrapalega," segir Bubbi Morthens um 24 ára gamla auglýsingaherferð þar sem fólk var hvatt til að nota smokkinn. Bubbi tók sjálfur þátt í herferðinn en nú hefur verið ákveðið að endurgera hana og hafa um hundrað þekktir einstaklingar samþykkt að taka þátt. Að sögn Bubba skipti það hann miklu að nota smokkinn. „Enda var ég mjög seinn til að eignast börn," segir hann kankvís. Hann segist nokkuð viss um að ástæðan fyrir því að ungt fólk í dag notar smokkinn lítið sé ekki sú að það sé feimið við að nota hann heldur fyrst og fremst því hann sé svo dýr, og leggur til nýstárlega nálgun til að sporna við útbreiðslu kynsjúkdóma. „Ég man að þegar ég var í skóla kom fólk og hellti í okkur lýsi. Ég held að það væri tilvalið að dreifa smokkum ókeypis í efstu bekkjum grunnskóla. Miðað við tíðarandann í dag þá held ég að það sé ekkert svo galin hugmynd," segir hann. Hemmi Gunn í auglýsingunni margfrægu Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn, tók einnig þátt í herferðinni á sínum tíma og ætlar aftur að vera með nú. „Ég þurfti ekki að hugsa þetta tvisvar. Ég var reiðubúinn um leið og þeir höfðu samband," segir Hemmi. Hann rifjar upp að tal um smokka hafi verið meira feimnismál hér á árum áður. „Það var nú einu sinni þannig að flestir af minni kynslóð voru svo bældir og lokaðir að þeir ræddu helst ekki svona mál. Ég hafði mikið umgengist yngra fólk sem fararstjóri og var orðinn öllu vanur. Mér fannst þetta alltaf mjög flott mál," segir hann. „Mér fannst þetta alveg stórsnjallt á sínum tíma. Ég var mjög stoltur af því að taka þátt." Þeir sem standa að nýju auglýsingaherferðinni eru félagasamtökin Smokkur - sjálfsögð skynsemi og Ástráður félag læknanema, ásamt Íslensku auglýsingastofunni. Á sínum tíma var átakinu beint sérstaklega gegn alnæmi. Nú hefur herferðin víðtækari skírskotun enda Íslendingar, sér í lagi ungt fólk, alls ekki nógu duglegir að nota smokkinn. Afleiðingarnar af því eru til að mynda þær að Íslendingar eiga nú Norðurlandamet í klamydíusmitum. „Íslendingar tóku klamydíuna með stæl," segir Hemmi. Hér fyrir neðan má skoða myndir af þremur auglýsingaplakötum frá 1986 þar sem fólk er hvatt til að setja öryggið á oddinn því „smokkurinn má ekki vera neitt feimnismál." Þar má sjá fjölda þekktra einstaklinga, svo sem Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra, Jónínu Benediktsdóttur athafnakonu, Þorgrím Þráinsson rithöfund og Elínu Hirst fréttakonu. Hægt er að stækka myndir af plakötunum með því að smella á þær inni í myndasafninu.
Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira