Fagráð kirkjunnar takmarkar upplýsingaflæði Erla Hlynsdóttir skrifar 11. nóvember 2010 15:59 Fagráð um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkunnar hefur tekið upp nýtt fyrirkomulag við upplýsingagjöf Fagráð um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar gefur ekki upplýsingar um fjölda mála sem ráðinu hafa borist fyrr en á nýju ári. Eftir það verða þessar upplýsingar teknar saman með reglulegu millibili, líklega árlega eða á hálfs árs fresti. Þess utan gefur fagráðið ekki upplýsingar um störf sín. Þetta var ákveðið á fundi fagráðins í morgun. Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðsins, segir þessa ákvörðun hafa verið tekna til að skapa frið um vinnslu viðkvæmra mála hjá ráðinu. Í starfi sinu í fagráðinu segist Gunnar Rúnar hafa orðið var við að sumu fólki sem til ráðsins hefur lleitað finnst óþægileg tilhugsun að mál þess birtist mögulega á forsíðum blaða, stuttu eftir að það safnar kjarki til að leita sér aðstoðar. „Ég held að það sé farsælla fyrir málefnið að hafa þennan háttinn á," segir Gunnar Rúnar um breytt fyrirkomulag. Hann leggur mikla áherslu á að hann sé afar hlynntur því að upplýsingar um störf fagráðsins séu uppi á borðum en ljóst sé að fyrra fyrirkomulag hafi ekki endilega verið það besta fyrir þá sem telja að á sér hafi verið brotið. „Við viljum að það komist vel á framfæri hversu mörg mál við fáum en þegar fólk fer að lesa hálfkveðnar vísur í fjölmiðlum getur það haft truflandi áhrif. Fólk fer þá jafnvel að geta sér til um hvaða mál er um að ræða. Við viljum geta veitt fólki stuðning þegar það leitar til okkar. Við viljum líka geta stutt fólk til að ræða opinberlega um sín mál þegar það sjálft er tilbúið og kýs að gera það," segir hann. Eftir fund fagráðsins í morgun áttu fulltrúar ráðsins fund með Karli Sigurbjörnssyni biskupi þar ráðið kynnti ákvörðun sína með rökstuðningi og óskaði eftir afstöðu biskups. „Hann sagðist munu fella sig við þessa ákvörðun og gerði ekki neinar athugasemdir," segir Gunnar Rúnar. Aðspurður segir hann að ákvörðun um breytt fyrirkomulag upplýsingagjafar tengist ekki ráðningu almannatengslafulltrúa til Biskupsstofu. „Hvað mig varðar þá er þetta algjörlega á okkar forsendum," segir hann. Fagráðið á enn eftir að taka endanlega ákvörðun um hversu oft upplýsingar um störf þess verða teknar saman. „Við þurfum að meta hvað svarar best þörfum samfélagsins," segir Gunnar Rúnar. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Fagráð um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar gefur ekki upplýsingar um fjölda mála sem ráðinu hafa borist fyrr en á nýju ári. Eftir það verða þessar upplýsingar teknar saman með reglulegu millibili, líklega árlega eða á hálfs árs fresti. Þess utan gefur fagráðið ekki upplýsingar um störf sín. Þetta var ákveðið á fundi fagráðins í morgun. Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðsins, segir þessa ákvörðun hafa verið tekna til að skapa frið um vinnslu viðkvæmra mála hjá ráðinu. Í starfi sinu í fagráðinu segist Gunnar Rúnar hafa orðið var við að sumu fólki sem til ráðsins hefur lleitað finnst óþægileg tilhugsun að mál þess birtist mögulega á forsíðum blaða, stuttu eftir að það safnar kjarki til að leita sér aðstoðar. „Ég held að það sé farsælla fyrir málefnið að hafa þennan háttinn á," segir Gunnar Rúnar um breytt fyrirkomulag. Hann leggur mikla áherslu á að hann sé afar hlynntur því að upplýsingar um störf fagráðsins séu uppi á borðum en ljóst sé að fyrra fyrirkomulag hafi ekki endilega verið það besta fyrir þá sem telja að á sér hafi verið brotið. „Við viljum að það komist vel á framfæri hversu mörg mál við fáum en þegar fólk fer að lesa hálfkveðnar vísur í fjölmiðlum getur það haft truflandi áhrif. Fólk fer þá jafnvel að geta sér til um hvaða mál er um að ræða. Við viljum geta veitt fólki stuðning þegar það leitar til okkar. Við viljum líka geta stutt fólk til að ræða opinberlega um sín mál þegar það sjálft er tilbúið og kýs að gera það," segir hann. Eftir fund fagráðsins í morgun áttu fulltrúar ráðsins fund með Karli Sigurbjörnssyni biskupi þar ráðið kynnti ákvörðun sína með rökstuðningi og óskaði eftir afstöðu biskups. „Hann sagðist munu fella sig við þessa ákvörðun og gerði ekki neinar athugasemdir," segir Gunnar Rúnar. Aðspurður segir hann að ákvörðun um breytt fyrirkomulag upplýsingagjafar tengist ekki ráðningu almannatengslafulltrúa til Biskupsstofu. „Hvað mig varðar þá er þetta algjörlega á okkar forsendum," segir hann. Fagráðið á enn eftir að taka endanlega ákvörðun um hversu oft upplýsingar um störf þess verða teknar saman. „Við þurfum að meta hvað svarar best þörfum samfélagsins," segir Gunnar Rúnar.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira