Fótbolti

Van Nistelrooy fer ekki á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Van Nistelrooy fagnar marki á EM 2008.
Van Nistelrooy fagnar marki á EM 2008. Nordic Photos / AFP

Ruud van Nistelrooy var ekki valinn í æfingahóp hollenska landsliðsins fyrir HM í Suður-Afríku í sumar.

Van Nistelrooy tilkynnti eftir EM 2008 að hann væri hættur að gefa kost á sér á landsliðið en hann hefur síðan þá dregið þá ákvörðun til baka.

Engu að síður hlaut hann ekki náð fyrir augum Bert van Marwijk, landsliðsþjálfara Hollands sem tilkynnti 26 leikmanna æfingahóp landsliðsins í dag.

Landsliðið mun koma saman í næstu viku en þeir Arjen Robben, Mark van Bommel og Wesley Sneijder fá þó frí þar sem þeir eru að undirbúa sig fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Inter og Bayern München eigast við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×