Enski boltinn

Shawcross og Pulis hafa verið í sambandi við Ramsey

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ryan Shawcross.
Ryan Shawcross.

Tony Pulis, stjóri Stoke, og Ryan Shawcross, leikmaður félagsins, hafa báðir verið í sambandi við Aaron Ramsey, leikmann Arsenal, eftir að Ramsey fótbrotnaði illa í leik Stoke og Arsenal.

Það var tækling frá Shawcross sem mölbraut fótinn á Ramsey. Shawcross fékk að líta rauða spjaldið og yfirgaf völlinn tárvotur um augun.

„Það var mjög mikilvægt að við hefðum samband við Ramsey eins fljótt og auðið var og töluðum við hann. Við munum vera áfram í sambandi við hann á meðan hann er að jafna sig," sagði Pulis.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði að tækling Shawcross væri ólíðandi en Shawcross ætlar ekki að breyta leikstíl sínum þrátt fyrir fótbrotið.

„Þegar ég er að spila þá gef ég alltaf 100 prósent. Það mun ekkert breytast næst þegar ég spila," sagði Shawcross sem er kominn í þriggja leikja bann.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×