Kjólamálið er ekkert persónulegt 20. febrúar 2010 06:00 Svarar Birtu Linda segir ósanngjarnt af Birtu að rifja upp gjaldþrot Crylab, hún hafi ekki átt stóran hlut í því og var ekki framkvæmdastjóri. „Ég átti fimmtán prósent í þessu fyrirtæki, var ekki framkvæmdastjóri og það er því fáranlegt af Birtu að rifja þetta upp," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunarbrautar LHÍ. Birta Björnsdóttir, fatahönnuður og eigandi Júníform, sendi fjölmiðlum í gær afrit af bréfi sínu til rektors LHÍ og óskaði eftir formlegri afsökunarbeiðni frá skólanum vegna ummæla Lindu um kjóla hennar í Fréttablaðinu á þriðjudag. Í bréfinu er rifjað upp að Linda hafi átt fatamerkið Crylab og segir Birta svo í bréfinu um það fyrirtæki: „…voveiflegt gjaldþrot fatamerkis hennar, Crylab, þar sem sviðin jörð og kröfur í tómt þrotabú var það eina sem sat eftir." Linda hefur verið í París undanfarna daga og því ekki getað fylgst með umræðunni um þetta mál af nægjanlegri athygli. Hún tekur þó fram að þetta sé ekkert persónulegt stríð milli sín og Birtu, hún eigi ekkert sökótt við íslenska hönnuðinn. „Ég er hönnuður sjálf og hef gert ljóta kjóla," segir Linda og vill því beina deilunni í annan og betri farveg, þetta snúist ekki um kjólana tvo, heldur fyrst og fremst um ábyrgð RÚV og skyldur þess gagnvart íslenskri hönnun í allri sinni mynd. „Þeir hjá Sjónvarpinu eru að búa til eitthvað sem er inni í hverri stofu í landinu. Sjónvarpsfólkið eru ekki stjörnur í einhverju raunveruleikasjónvarpi þótt þær virðist halda það heldur hafa þær ákveðnum skyldum að gegna gagnvart áhorfendum. Þetta á ekki allt að vera svona rosalega sjálfhverft." Linda bendir jafnframt á þá staðreynd að fyrirtæki óski eftir hennar þjónustu til að láta segja sér hvað sé ljótt og hvað ekki og það sé ástæða fyrir því. „Slíkt sparar einfaldlega peninga og tíma," segir Linda sem hefur fundið fyrir miklum stuðningi meðal hönnuða og listamanna við hennar hlið.- fgg Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
„Ég átti fimmtán prósent í þessu fyrirtæki, var ekki framkvæmdastjóri og það er því fáranlegt af Birtu að rifja þetta upp," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunarbrautar LHÍ. Birta Björnsdóttir, fatahönnuður og eigandi Júníform, sendi fjölmiðlum í gær afrit af bréfi sínu til rektors LHÍ og óskaði eftir formlegri afsökunarbeiðni frá skólanum vegna ummæla Lindu um kjóla hennar í Fréttablaðinu á þriðjudag. Í bréfinu er rifjað upp að Linda hafi átt fatamerkið Crylab og segir Birta svo í bréfinu um það fyrirtæki: „…voveiflegt gjaldþrot fatamerkis hennar, Crylab, þar sem sviðin jörð og kröfur í tómt þrotabú var það eina sem sat eftir." Linda hefur verið í París undanfarna daga og því ekki getað fylgst með umræðunni um þetta mál af nægjanlegri athygli. Hún tekur þó fram að þetta sé ekkert persónulegt stríð milli sín og Birtu, hún eigi ekkert sökótt við íslenska hönnuðinn. „Ég er hönnuður sjálf og hef gert ljóta kjóla," segir Linda og vill því beina deilunni í annan og betri farveg, þetta snúist ekki um kjólana tvo, heldur fyrst og fremst um ábyrgð RÚV og skyldur þess gagnvart íslenskri hönnun í allri sinni mynd. „Þeir hjá Sjónvarpinu eru að búa til eitthvað sem er inni í hverri stofu í landinu. Sjónvarpsfólkið eru ekki stjörnur í einhverju raunveruleikasjónvarpi þótt þær virðist halda það heldur hafa þær ákveðnum skyldum að gegna gagnvart áhorfendum. Þetta á ekki allt að vera svona rosalega sjálfhverft." Linda bendir jafnframt á þá staðreynd að fyrirtæki óski eftir hennar þjónustu til að láta segja sér hvað sé ljótt og hvað ekki og það sé ástæða fyrir því. „Slíkt sparar einfaldlega peninga og tíma," segir Linda sem hefur fundið fyrir miklum stuðningi meðal hönnuða og listamanna við hennar hlið.- fgg
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“