Innlent

Jón vill að Atli Gíslason segi af sér

Boði Logason skrifar
Jón Magnússon
Jón Magnússon
Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður, segir að Atli Gíslason formaður þingmannanefndarinnar eigi að segja af sér sem og nefndin öll. Hann segir hana óhæfa.

Jón segir að það eina sem nefndin hafi afrekað til þessa er að ráða flokkssystur formanns nefndarinnar til að kyngreina rannsóknarskýrsluna. „...og síðast að senda sérstaka beiðni til sérstaks ríkissaksóknara að taka nú fyrir mál fyrrverandi Seðlabankastjóra og fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlits." Fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins er Jónas Fr. Jónsson, sonur Jóns Magnússonar.

„Nú skil ég vel að Atli Gíslason Vinstri grænn vilji slá pólitískar keilur í starfi sínu sem nefndarformaður og sýna fram á ötula kvennfrelsisbaráttu í anda öfgafemínista eins og Sóleyjar Tómasdóttur. Þá er honum einnig ljúft að kasta steinum úr glerhúsi sínu á pólitíska andstæðinga. Það kemur ekki á óvart. Honum mátti hins vegar vera ljóst sem lögmanni og miðað við erindisbréf nefndarinnar að það var afkáralegt að beina þeim tilmælum sem nefndin gerði til sérstaks ríkissaksóknara," segir Jón á heimasíðu sinni.

Þá furðar hann sig á því að Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokksins og meðlimir í nefndinni, skuli standa að og eiga hlutdeild í ómerkilegri pólitískri aðför að Davíð Oddssyni, Ingimundi Friðrikssyni, Eiríki Guðnasyni og Jónasi Fr. Jónssyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×