Íslenski boltinn

Guðjón Þórðarson sérfræðingur Stöðvar 2 Sport á leik kvöldsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson hefur gengið til liðs við Stöð 2 Sport og mun aðstoða við lýsingar frá leikjum Pepsi-deildar karla í sumar. Guðjón verður strax í eldlínunni í kvöld þegar hann er sérfræðingurinn á opnunarleik Vals og FH á Vodafone-vellinum.

Guðjón mun aðstoða Arnar Björnsson og Hörð Magnússon við lýsinguna á leiknum en þarna mætast Íslandsmeistarar síðustu sex ára í fyrsta leik Pepsi-deildar karla í sumar. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 19.00.

Guðjón hefur áður komið að lýsingum á knattspyrnuleikjum og hefur jafnan vakið mikla athygli fyrir sterkar skoðanir og mikla þekkingu sína á fótboltanum.

Auk Guðjóns munu þeir Leifur Garðarsson og Þorkell Máni Pétursson aðstoða við lýsingar frá Pepsi-deild karla í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×