Enski boltinn

Börsungar sannfærðir um að Fabregas snúi aftur á Nývang

Ómar Þorgeirsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. Nordic photos/AFP

Varaforsetinn Alfons Godall hjá Spánar -og Meistaradeildarmeisturum Barcelona er ekki í neinum vafa um að miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal muni koma aftur til uppeldisfélags síns á næstu árum.

Raunar á Godall von á því að Fabregas komi aftur á Nývang fyrr heldur en síðar.

„Ég hef mikla trú á því að hann gangi í raðir Barca fyrr fremur en síðar. Við erum þannig félag að við getum fengið leikmenn á borð við hann þar sem við njótum það mikillar virðingar," segir Godall í viðtali við The Sun.

Spænskir fjölmiðlar hafa undanfarið orðað Fabregas við 40 milljón punda félagaskipti til Barcelona næsta sumar en spænski landsliðsmaðurinn hefur reglulega verið orðaður við Börsunga eftir að hann sló fyrst í gegn með Arsenal eftir að hann gekk í raðir Lundúnafélagsins árið 2003.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×