Gagnrýna hækkun eldsneytisverðs og vilja rök 18. nóvember 2010 06:00 Dýr dropinn Hækkanir á útsöluverði eldsneytis virðist vera vegna aukinnar álagningar olíufélaganna. Fréttablaðið/GVA Olíufélögin hækka eldsneytisverð á meðan heimsmarkaðsverð á olíu lækkar. Lítrinn kostar nú um 200 krónur hvar sem er á landinu. Neytendasamtökin og FÍB gagnrýna hækkanir og vilja sjá rökin fyrir þeim. Álagning olíufélaganna á eldsneyti hér á landi hefur hækkað nokkuð þegar útsöluverð er skoðað í samanburði við heimsmarkaðsverð á hráolíu. Þetta kemur fram í Markaðspunktum Arion banka sem komu út í gær. Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og Neytendasamtökin hafa mótmælt hækkuninni harðlega. Útsöluverðið á bensíni hækkaði nokkuð hjá öllum olíufélögum í vikunni og er nú á bilinu 199,8 krónur upp í 201,4 krónur þegar litið er til landsins í heild. Ódýrast er það hjá Orkunni, en hæst hjá Shell, en bæði félögin heyra undir sama móðurfyrirtæki, Skeljung hf. Í Markaðspunktum er sýnt fram á að heimsmarkaðsverð á hráolíu, umbreyttu í íslenskar krónur, hafi lækkað um 6 prósent frá áramótum á meðan útsöluverð olíufélaganna, án opinberra gjalda, hefur hækkað um 3 prósent. Þetta er í samræmi við frétt Fréttablaðsins nýverið þar sem vísað var í tölur FÍB til að sýna fram á hækkun álagningar, en þessi nýjasta hækkun hefur mætt hörðum viðbrögðum hjá FÍB, sem og Neytendasamtökunum. Í grein á heimasíðu samtakanna, www.ns.is, er þess krafist að olíufélögin lækki nú þegar verð á bensíni og olíu. „Ef olíufélögin telja sér ekki fært að verða við því ætlast Neytendasamtökin til að þau rökstyðji hækkanir sínar og hverjar séu ástæður þeirra,“ segir þar í niðurlagi . - þj Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Olíufélögin hækka eldsneytisverð á meðan heimsmarkaðsverð á olíu lækkar. Lítrinn kostar nú um 200 krónur hvar sem er á landinu. Neytendasamtökin og FÍB gagnrýna hækkanir og vilja sjá rökin fyrir þeim. Álagning olíufélaganna á eldsneyti hér á landi hefur hækkað nokkuð þegar útsöluverð er skoðað í samanburði við heimsmarkaðsverð á hráolíu. Þetta kemur fram í Markaðspunktum Arion banka sem komu út í gær. Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og Neytendasamtökin hafa mótmælt hækkuninni harðlega. Útsöluverðið á bensíni hækkaði nokkuð hjá öllum olíufélögum í vikunni og er nú á bilinu 199,8 krónur upp í 201,4 krónur þegar litið er til landsins í heild. Ódýrast er það hjá Orkunni, en hæst hjá Shell, en bæði félögin heyra undir sama móðurfyrirtæki, Skeljung hf. Í Markaðspunktum er sýnt fram á að heimsmarkaðsverð á hráolíu, umbreyttu í íslenskar krónur, hafi lækkað um 6 prósent frá áramótum á meðan útsöluverð olíufélaganna, án opinberra gjalda, hefur hækkað um 3 prósent. Þetta er í samræmi við frétt Fréttablaðsins nýverið þar sem vísað var í tölur FÍB til að sýna fram á hækkun álagningar, en þessi nýjasta hækkun hefur mætt hörðum viðbrögðum hjá FÍB, sem og Neytendasamtökunum. Í grein á heimasíðu samtakanna, www.ns.is, er þess krafist að olíufélögin lækki nú þegar verð á bensíni og olíu. „Ef olíufélögin telja sér ekki fært að verða við því ætlast Neytendasamtökin til að þau rökstyðji hækkanir sínar og hverjar séu ástæður þeirra,“ segir þar í niðurlagi . - þj
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira