Gagnrýna hækkun eldsneytisverðs og vilja rök 18. nóvember 2010 06:00 Dýr dropinn Hækkanir á útsöluverði eldsneytis virðist vera vegna aukinnar álagningar olíufélaganna. Fréttablaðið/GVA Olíufélögin hækka eldsneytisverð á meðan heimsmarkaðsverð á olíu lækkar. Lítrinn kostar nú um 200 krónur hvar sem er á landinu. Neytendasamtökin og FÍB gagnrýna hækkanir og vilja sjá rökin fyrir þeim. Álagning olíufélaganna á eldsneyti hér á landi hefur hækkað nokkuð þegar útsöluverð er skoðað í samanburði við heimsmarkaðsverð á hráolíu. Þetta kemur fram í Markaðspunktum Arion banka sem komu út í gær. Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og Neytendasamtökin hafa mótmælt hækkuninni harðlega. Útsöluverðið á bensíni hækkaði nokkuð hjá öllum olíufélögum í vikunni og er nú á bilinu 199,8 krónur upp í 201,4 krónur þegar litið er til landsins í heild. Ódýrast er það hjá Orkunni, en hæst hjá Shell, en bæði félögin heyra undir sama móðurfyrirtæki, Skeljung hf. Í Markaðspunktum er sýnt fram á að heimsmarkaðsverð á hráolíu, umbreyttu í íslenskar krónur, hafi lækkað um 6 prósent frá áramótum á meðan útsöluverð olíufélaganna, án opinberra gjalda, hefur hækkað um 3 prósent. Þetta er í samræmi við frétt Fréttablaðsins nýverið þar sem vísað var í tölur FÍB til að sýna fram á hækkun álagningar, en þessi nýjasta hækkun hefur mætt hörðum viðbrögðum hjá FÍB, sem og Neytendasamtökunum. Í grein á heimasíðu samtakanna, www.ns.is, er þess krafist að olíufélögin lækki nú þegar verð á bensíni og olíu. „Ef olíufélögin telja sér ekki fært að verða við því ætlast Neytendasamtökin til að þau rökstyðji hækkanir sínar og hverjar séu ástæður þeirra,“ segir þar í niðurlagi . - þj Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Sjá meira
Olíufélögin hækka eldsneytisverð á meðan heimsmarkaðsverð á olíu lækkar. Lítrinn kostar nú um 200 krónur hvar sem er á landinu. Neytendasamtökin og FÍB gagnrýna hækkanir og vilja sjá rökin fyrir þeim. Álagning olíufélaganna á eldsneyti hér á landi hefur hækkað nokkuð þegar útsöluverð er skoðað í samanburði við heimsmarkaðsverð á hráolíu. Þetta kemur fram í Markaðspunktum Arion banka sem komu út í gær. Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og Neytendasamtökin hafa mótmælt hækkuninni harðlega. Útsöluverðið á bensíni hækkaði nokkuð hjá öllum olíufélögum í vikunni og er nú á bilinu 199,8 krónur upp í 201,4 krónur þegar litið er til landsins í heild. Ódýrast er það hjá Orkunni, en hæst hjá Shell, en bæði félögin heyra undir sama móðurfyrirtæki, Skeljung hf. Í Markaðspunktum er sýnt fram á að heimsmarkaðsverð á hráolíu, umbreyttu í íslenskar krónur, hafi lækkað um 6 prósent frá áramótum á meðan útsöluverð olíufélaganna, án opinberra gjalda, hefur hækkað um 3 prósent. Þetta er í samræmi við frétt Fréttablaðsins nýverið þar sem vísað var í tölur FÍB til að sýna fram á hækkun álagningar, en þessi nýjasta hækkun hefur mætt hörðum viðbrögðum hjá FÍB, sem og Neytendasamtökunum. Í grein á heimasíðu samtakanna, www.ns.is, er þess krafist að olíufélögin lækki nú þegar verð á bensíni og olíu. „Ef olíufélögin telja sér ekki fært að verða við því ætlast Neytendasamtökin til að þau rökstyðji hækkanir sínar og hverjar séu ástæður þeirra,“ segir þar í niðurlagi . - þj
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Sjá meira