Enski boltinn

Alex Ferguson: Arsenal-leikurinn sá stærsti á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/AFP
Alex Ferguson telur að toppslagur Arsenal og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag hafi mikið að segja í baráttunni um enska meistaratitilinn.

„Ég tel að leikurinn á sunnudaginn sé stærsti leikurinn á tímabilinu hjá okkur þegar við tökum mið að því hvernig deildin hefur spilast að undanförnu," sagði Alex Ferguson.

„Arsenal hefur náð góðum spretti og það ótrúlegt að sjá hvernig deildin hefur breyst á síðustu vikum. Liðið með mesta stöðugleikann mun vinna titilinn. Arsenal hefur verið á góðum skriði og því hlakka ég til að mæta þeim," segir Ferguson.

Leikur Arsenal og Manchester United hefst klukkan 16.00 á Emirates-vellinum í London. Arsenal er einu stigi á eftir United en Chelsea er á toppnum með fjögurra stiga forskot á meistarana í Manchester.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×