Innlent

Skemmdi fimm bíla við Hverfisgötu

Úr safni.
Úr safni. Mynd/GVA
Maður um tvítugt var handtekinn í nótt grunaður um að hafa brotist inn í og skemmt fimm bíla við Hverfisgötu og Smiðjustíg í miðborg Reykjavíkur. Ekki er vitað hvað honum gekk til en hann var undir áhrifum áfengis. Maðurinn verður yfirheyrður síðar í dag.

Nóttin var mjög erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að sögn varðstjóra. Mikið af fólki var í miðbænum og talsvert um pústra. Þá þurfti lögregla einnig að sinna útköllum í úthverfum en talsvert var um hávaðaútköll.

Utan höfuðborgarinnar virðist nóttin hafa verið afar róleg hjá lögreglumönnum. Lögreglan á Selfossi stöðvaði þó einn ökumann undir áhrifum áfengis. Sá hafði ekið á aðra bifreið og við það tekið með sér stuðara þeirra bifreiðar sem hann dró svo með sér á stuttri ferð sinni um bæinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×