Erlent

Gætið að félögum ykkar

Óli Tynes skrifar
Já, þú skalt gæta bróður þíns.
Já, þú skalt gæta bróður þíns.

Þessa dagana fer saman í Danmörku fimbulkuldi og jólapartí fyrirtækja. Í þessum jólapartíum á fólk það til að fá sér einum of mikið neðan í því. Danska lögreglan hefur því sent út aðvörun þar sem starfsfólk er beðið að fylgja of drukknum félögum heim til sín. Nokkur brögð hafa verið að því þegar jólamánuðurinn í Danmörku hefur verið kaldur að drukkið fólk hefur orðið úti.

Danir búa nú við bæði mikið frost og mikla ofankomu. Það er því fljótt að snjóa yfir fólk sem ekki megnar að komast alla leið. Hefur sofnað á garðbekk eða undir vegg einhversstaðar. Enginn hefur enn farist vegna þessa en nokkrum hefur verið bjargað á síðustu stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×