Íslenski boltinn

Grétar Rafn: Besti fótbolti íslenska liðsins í minni landsliðstíð

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Grétar í leiknum í gær.
Grétar í leiknum í gær. Fréttablaðið/Anton
„Þó að þeir séu með betra lið á pappírnum þá tel ég okkur vera með betri leikmenn og í raun betra lið," sagði Grétar Rafn Steinsson, súr í bragði eftir tap Íslands gegn Norðmönnum í undankeppni EM á laugardalsvelli í gær .

„Við spiluðum virkilega skemmtilegan sóknarbolta í fyrri hálfleik en því miður náum við ekki að fylgja því eftir. Norðmenn eru auðvitað ekki arfaslakir í knattspyrnu og kannski reynsluleysi hjá okkur að halda ekki dampi," segir Grétar sem var þó ánægður með þá knattspyrnu sem íslenska liðið var að leika.

„Framtíðin er björt hjá okkur og við verðum að byggja ofan á þennan leik. Við ætluðum okkur svo sannarlega að gera betur. Liðið er að leika öðruvísi fótbolta en oft áður það tekur tíma að ná tökum á því. Ég hef spilað marga leiki með íslenska liðinu en þetta er líklega besti fótboltinn sem við höfum leikið í minni landsliðstíð."

Grétar þurfti að fara útaf í síðari hálfleik vegna meiðsla en telur þau ekki alvarleg. „Ég fór í aðgerð í sumar og er að komast í gang á ný. Það tekur tíma að ná sér og ég ákvað að hugsa til lengri tíma í kvöld og biðja um skiptingu," segir Grétar sem skilur ekki hvernig það geta verið 57 sæti sem skilja íslenska og norska liðið að á heimslistanum.

„Þessi heimslisti hefur auðvitað ekkert að segja. Það sáu það allir í dag að norska liðið á ekki heima í 22. sæti á heimslistanum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×