Enski boltinn

Hélt ég hefði gert mistök með því að fara til Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
AFP

Brasilíski miðjumaðurinn Lucas Leiva hefur viðurkennt að hafa lengi talið að hann hefði gert mikil mistök með því að ganga til liðs við Liverpool. Hann segist ekki vera á þeirri skoðun lengur.

Hann kom til Anfield árið 2007 og hefur ekki beint verið að kveikja í stuðningsmönnum félagsins með frammistöðu sinni. Leikur hans hefur þó aðeins verið að batna.

„Þetta hefur verið erfiður tími fyrir mig og liðið. Ég veit að það er mikið af fólki sem er óánægt með mína frammistöðu. Sérstaklega í upphafi tímabilsins. Liðið spilaði ekki vel og úrslitin döpur. Ég hef samt lært mikið um sjálfan mig og orðið sterkari sem persóna og leikmaður. Ég er harðákveðinn í því að sanna fyrir fólki að það hafði rangt fyrir sér með því að afskrifa mig," sagði Lucas.

„Ég efaðist um tíma að ég hefði gert rétt með því að koma hingað. Núna efast ég ekki lengur, þetta var rétt ákvörðun. Ég veit samt að ég á mikið verk eftir til þess að vinna alla stuðningsmennina á mitt band."





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×