Innlent

Djákninn á Haítí: Verður aldrei samur eftir jarðskjálftann

Andri Ólafsson skrifar

Íslenskur guðfræðinemi sem var á Haítí þegar jarðskjálftinn reið yfir segist aldrei verða samur eftir að hafa orðið vitni að þeim hörmungunum sem dunið hafa á þessu fátæka landi. Íbúar hafi sýnt styrk, stillingu og trúfestu þrátt fyrir ömurlegar aðstæður.

Halldór Elías Guðmundsson er búinn að vera í bænum Jacmel frá því að skjálftinn reið yfir. Hann fékk far með báti yfir til dóminíska lýðveldisins og var svo fluttur með rútu til höfuðborgarinnar Santo Domingo þar sem hann dvelur nú í góðu yfirlæti.

Halldór segir að ástandið í Jacmel hafi verið hrikalegt. Mörk hús eyðilögðust og þúsundir fórust. Samt sem áður hafi fólkið staðið saman og sýnt mikið æðruleysi.

Halldór og þúsund aðrir íbúar borgarinnar leituðu skjóls á flugvellinum þar sem sameinuðu þjóðirnar voru búnar að koma upp starfsstöð.

Halldór segir ótrúlegt hvað íbúar þessa fátæka lands sýndu mikinn styrk daganna á eftir sem voru gríðarlega erfiðir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×