Innlent

Kaupæðið horfið af planinu í Sundahöfn

Apríl 2006 Nýir bílar stóðu í löngum röðum við Sundahöfn vorið 2006.Fréttablaðið/Pjetur
Apríl 2006 Nýir bílar stóðu í löngum röðum við Sundahöfn vorið 2006.Fréttablaðið/Pjetur

Í fyrstu viku nýhafins árs seldust 36 nýir bílar á Íslandi samkvæmt tölum Umferðarstofu. Allt árið í fyrra seldust 2.023 bílar. Árið 2008 seldust hins vegar 9.033 nýir bílar. Og þótti lítið.

Lítil sala nýrra bíla endurspeglast vitanlega í innflutningi sem nánast hefur staðið í stað um nokkurt skeið og lítil breyting virðist ætla að verða þar á.

Þessi staða endurspeglast vel í tveimur myndum Pjeturs Sigurðssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins.

janúar 2010 Þótt nokkrir óseldir bílar séu enn við Sundahöfn eru kaupendur ekki í sjónmáli.Fréttablaðið/Pjetur

Báðar eru frá Sundahöfn. Sú fyrri er frá því í apríl 2006 þegar góðærið virtist engan endi ætla að taka. Sú síðari var tekin á föstudag. Er eins og bílaflotinn sem áður beið væntanlegra kaupenda hafi sogast á haf út og horfið fyrir fullt og allt. En Esjan er enn á sínum stað. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×