Innlent

Boða til blaðamannafundar á þaki Æsufells

Borgarstjórnarflokkar Besta flokksins og Samfylkingarinnar hafa boða til blaðamannafundar klukkan fimm í dag uppi á þaki Æsufells 4 í Breiðholtinu.

Líklega munu oddvitar flokkanna tilkynna um nýtt meirilhlutasamstarf Besta flokksins og Samfylkingarinnar en flokkarnir hafa átt í meirihlutaviðræðum síðan á mánudaginn.

Ekki náðist í framkvæmdastjóra Besta flokksins vegna málsins. Fundarboðið kom fram í tilkynningu frá Besta flokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×