Íslenski boltinn

Matti Villa: Við vorum miklu betri allan leikinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson.
„Áhorfendur fengu allt fyrir peninginn í dag. Þetta var opinn leikur og mikið um færi en einnig mikið af mistökum," sagði Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, eftir 5-3 sigurinn á Keflavík í kvöld.

„Mér fannst við vera miklu betri allan leikinn en mörkin sem við fáum á okkur eru eftir þvílík einbeitingarleysi. Þrjú mörk eiga að vera nóg til að vinna fótboltaleiki og við þurftum að gefa í. Við sýndum góða liðsheild og skoruðum fimm."

„Við eigum enn bullandi möguleika. Liðin sem eru að fara að mæta toppliðunum í lokaumferðinni vilja klára þetta með sæmd. Við eigum hörkuleik gegn góðu liði Fram og við verðum bara að klára okkar og vona enn og aftur að önnur úrslit verði okkur hagstæð."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×