Íslenski boltinn

Atli Viðar: Vorum allan tímann með tök á leiknum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Atli Viðar Björnsson.
Atli Viðar Björnsson.

„Þetta var eitthvað fyrir fólkið," sagði Atli Viðar Björnsson, sóknarmaður FH, eftir 5-3 sigur liðsins á Keflavík í stórskemmtilegum leik í kvöld.

FH-ingar eiga því enn von í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en til þess að þeir verji hann þurfa þeir að vinna Fram í lokaumferð og treysta á að ÍBV og Breiðablik misstígi sig.

„Við náum að viðhalda þeirri pressu sem er á liðunum fyrir ofan okkur. Við vorum allan tímann með tök á leiknum og spiluðum flottan sóknarbolta. Þeir voru ekki að skapa mikið en ótrúlegt en satt náðu þeir að skora þrjú mörk," sagði Atli Viðar.

„Möguleikinn er svo sannarlega til staðar hjá okkur. Við förum í leikinn gegn Fram á Laugardalsvelli til að vinna hann. Svo fylgjumst við bara með hvað hin liðin gera."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×