Fjölnismaðurinn Pétur Georg Markan hefur ákveðið að segja skilið við Grafarvoginn og spila með nýliðum Víkings í Pepsi-deild karla næsta sumar. Pétur hefur gert þriggja ára samning við Víkinga en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Víkings.
Pétur er með þessu að snúa til baka í heimahagana, en hann lék með Víking í yngri flokkum félagsins. Á síðustu leiktíð lék Pétur með Fjölni og skoraði 12 mörk í 24 leikjum í deild og bikar.
„Víkingar horfa björtum augum til framtíðar og er þessi styrking á leikmannahópnum fyrsta skrefið í að færa Víking í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu," segir í fréttatilkynningu Víkinga.
Pétur Markan búinn að semja við Víkinga
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi
Íslenski boltinn




Miðarnir langdýrastir hjá Fulham
Enski boltinn

Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum
Enski boltinn

