Björgvin G: Icesave í Hollandi ömurlegt hneyksli Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. nóvember 2010 12:00 Björgvin G. Sigurðsson skellir skuldinni á hollensk yfirvöld. Icesave-ævintýri Landsbankans í Hollandi er hneyksli og einn ömurlegasti hluti af starfsemi bankanna undir lokin segir Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra. Hann segist ekki hafa vitað af reikningunum í Hollandi fyrr en mörgum mánuðum eftir opnun þeirra. Icesave-reikningarnir í Hollandi opnuðu í maí 2008, aðeins örfáum mánuðum fyrir bankahrunið. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir í nýrri bók sinni Storminum að mikils misskilnings hafi gætt í umræðunni um Icesave-hneykslið og látið hafi verið að því liggja að stofnun Icesave í Hollandi hafi verið með vitund og samþykki viðskiptaráðuneytisins eða ríkisstjórnarinnar. Því fari fjarri. Björgvin segir í bókinni að um tilvist reikninganna hafi hvorki hann né nokkur annar ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde vitað fyrr en síðsumars 2008 þegar Björgvin hafi spurt forstjóra FME um stöðu Icesave í kjölfar bréfs breska fjármálaeftirlitsins til Landsbankans og FME. Björgvin segir í bókinni að til að hefja starfrækslu Icesave hafi bankinn hvorki þurft heimild frá viðskiptaráðuneytinu né hafi hann með neinum hætti látið vita af starfseminni og útbreiðslu hennar.Fullkomlega óábyrgt af hálfu Landsbankans Björgvin segir í bókinni það hafa verið fullkomlega óábyrgt af hálfu Landsbankans að hefja innlánastarfsemi í maí 2008 í Hollandi, en hann segir opnun reikninganna í Hollandi hneyksli og einni ömurlegasta hluta af starfsemi bankanna undir lokin. Björgvin skellir skuldinni hins vegar á hollensk yfirvöld og segir að fjármálaeftirlit gistiríkjanna hefðu getað komið í veg fyrir stofnun innlánsreikninga í útibúum, líkt og hafi gerst með slíka reikninga sem aldrei fóru af stað í Frakklandi vegna afskipta franska fjármálaeftirlitsins. Hið íslenska FME hafi einfaldlega sent tilkynningu til gistiríkisins, í þessu tilviki Hollands, sem eitt hafi getað komið í veg fyrir opnun reikninganna. Hann segir hins vegar að opnun Icesave í Hollandi hafi verið óafsakanleg og ekkert réttlæti þann ábyrgðarlausa gjörning. Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Icesave-ævintýri Landsbankans í Hollandi er hneyksli og einn ömurlegasti hluti af starfsemi bankanna undir lokin segir Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra. Hann segist ekki hafa vitað af reikningunum í Hollandi fyrr en mörgum mánuðum eftir opnun þeirra. Icesave-reikningarnir í Hollandi opnuðu í maí 2008, aðeins örfáum mánuðum fyrir bankahrunið. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir í nýrri bók sinni Storminum að mikils misskilnings hafi gætt í umræðunni um Icesave-hneykslið og látið hafi verið að því liggja að stofnun Icesave í Hollandi hafi verið með vitund og samþykki viðskiptaráðuneytisins eða ríkisstjórnarinnar. Því fari fjarri. Björgvin segir í bókinni að um tilvist reikninganna hafi hvorki hann né nokkur annar ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde vitað fyrr en síðsumars 2008 þegar Björgvin hafi spurt forstjóra FME um stöðu Icesave í kjölfar bréfs breska fjármálaeftirlitsins til Landsbankans og FME. Björgvin segir í bókinni að til að hefja starfrækslu Icesave hafi bankinn hvorki þurft heimild frá viðskiptaráðuneytinu né hafi hann með neinum hætti látið vita af starfseminni og útbreiðslu hennar.Fullkomlega óábyrgt af hálfu Landsbankans Björgvin segir í bókinni það hafa verið fullkomlega óábyrgt af hálfu Landsbankans að hefja innlánastarfsemi í maí 2008 í Hollandi, en hann segir opnun reikninganna í Hollandi hneyksli og einni ömurlegasta hluta af starfsemi bankanna undir lokin. Björgvin skellir skuldinni hins vegar á hollensk yfirvöld og segir að fjármálaeftirlit gistiríkjanna hefðu getað komið í veg fyrir stofnun innlánsreikninga í útibúum, líkt og hafi gerst með slíka reikninga sem aldrei fóru af stað í Frakklandi vegna afskipta franska fjármálaeftirlitsins. Hið íslenska FME hafi einfaldlega sent tilkynningu til gistiríkisins, í þessu tilviki Hollands, sem eitt hafi getað komið í veg fyrir opnun reikninganna. Hann segir hins vegar að opnun Icesave í Hollandi hafi verið óafsakanleg og ekkert réttlæti þann ábyrgðarlausa gjörning.
Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira