Innlent

Missti sjö tennur eftir árás

Mynd/Stefán Karlsson

Tæplega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Suðurlands fyrir að hafa kýlt annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi missti sjö tennur.

Árásarmaðurinn réðst á hinn á Eyrarbakka og rotaði hann með einu hnefahöggi. Við árásina og fall í jörðina hlaut fórnarlambið skrámur, eymsl og bólgur. Að auki brotnuðu fimm tennur og draga þurfti úr tvær til viðbótar.

Gerð er krafa um að árásarmaðurinn greiði hinum tæpa milljón í skaðabætur. Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir innbrot í Olís.- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×