Innlent

Bæði dæluskipin að störfum í höfninni

Perlan er við vinnu í Landeyjarhöfn. Mynd/ Óskar P. Friðriksson.
Perlan er við vinnu í Landeyjarhöfn. Mynd/ Óskar P. Friðriksson.

Dýpkun Landeyjahafnar gengur vel og samkvæmt áætlun en ófært hefur verið um höfnina vegna ösku og sands.

Bæði dæluskipin, Sóley og Perlan, hafa verið að störfum í höfninni undanfarna daga en sogrör frá dæluskipinu Perlunni hefur í tvígang brotnað við dýpkun hafnarinnar. Síðan á föstudag hafði hluti rörsins setið fastur í höfninni en dæluskipið Sóley kom til aðstoðar á fimmtudag. Í gær var búið að dýpka í kringum rörið og fór kafari niður til að kanna aðstæður. „Ég reikna fastlega með því að rörið hafi náðst upp," sagði Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Siglingastofnunar í gær.

Ekki er ljóst hvenær Herjólfur getur aftur hafið siglingar um Landeyjahöfn en samkvæmt upplýsingum Siglingastofnunar er ölduspá fyrir næstu daga ekki góð. Þegar líður á vikuna mun því verða farið yfir verkáætlun miðað við ölduspá og þá kemur í ljós hvernig framhaldið verður. Herjólfur siglir nú milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. - rat






Fleiri fréttir

Sjá meira


×