Innlent

Kveiktu á kertum til minningar

Samtökin HIV-Ísland stóðu fyrir minningarathöfn um þá Íslendinga sem látist hafa úr alnæmi í Fríkirkjunni í gær. Gestir kveiktu á einu kerti fyrir hvern af þeim 38 sem látist hafa úr sjúkdóminum.Fréttablaðið/Valli
Samtökin HIV-Ísland stóðu fyrir minningarathöfn um þá Íslendinga sem látist hafa úr alnæmi í Fríkirkjunni í gær. Gestir kveiktu á einu kerti fyrir hvern af þeim 38 sem látist hafa úr sjúkdóminum.Fréttablaðið/Valli

„Þetta var fyrst og fremst falleg stund sem við héldum til að minnast þeirra sem fallið hafa frá,“ segir Gunnlaugur I. Grétarsson, formaður samtakanna HIV-Ísland.

Samtökin stóðu fyrir árlegri minningarguðsþjónustu vegna þeirra sem látist hafa úr alnæmi í Fríkirkjunni í gær. Kveikt var á 38 kertum, einu fyrir hvern þeirra Íslendinga sem látist hafa, segir Gunnlaugur.

„Þetta er alltaf meiri minningardagur en baráttudagur. Við komum saman og áttum fallega stund,“ segir Gunnlaugur.

Hann segir að talsvert hafi verið rætt um fordóma í Fríkirkjunni í gær. Bæði þá fordóma sem þeir sem látist hafa úr alnæmi þurftu að glíma við, og þá fordóma sem þeir sem sjálfir eru með sjúkdóminn þurfa að eiga við hjá sjálfum sér.

- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×