Innlent

Icelandair: Gert ráð fyrir að flug verði á áætlun á morgun

Flug Icelandair verður samkvæmt áætlun á morgun, nema hvað flugi til Amsterdam, Frankfurt og Parísar frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið hefur verið aflýst. Í tilkynningu segir að ferðir frá þessum borgum síðdegis á morgun verði samkvæmt áætlun. Flugi síðdegis í dag hefur hinsvegar verið aflýst eins og áður hefur komið fram.

Að sögn Guðjóns Arngrímssonar upplýsingafulltrúa Icelandair er staðan óljós um þessar mundir og því eru farþegar sem fyrr hvattir til þess að fylgjast með fréttum og upplýsingum um komu og brottfarartíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×