Íslenski boltinn

Ólafur Þórðarson: Þessi leikur var hundleiðinlegur

Ari Erlingsson skrifar
Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkismanna var öllu brosmildari en nafni sinn Bjarnason að leik loknum. Þéttur varnarleikur var það sem skóp sigurinn í dag vildi Ólafur meina og eru nýjar varnaráherslur byrjaðar að skila hreinu marki sem Ólafi þótti ánægjuefni.

„Þessi leikur var hundleiðinlegur og það var alveg vitað. Þeir ætluðu að koma hingað og verja þetta stig sem þeir byrjuðu með og liggja vel til baka. Við auðvitað höfum ekki verið með mikið sjálfstraust undanfarið og ætluðum líka að liggja til baka þannig að leikurinn gat ekki orðið skemmtilegur úr því. Samt sem áður opnaðist leikurinn aðeins eftir að við skorum og við fylgdum því vel eftir," sagði Ólafur.

„Fyrir leikinn gegn Breiðablik ákváðum við að einbeita okkur að því að verja markið betur sem hefur jú skilað sér í því að við héldum markinu hreinu í fyrsta skipti í sumar. Við getum samt ekkert gleymt okkur í gleðinni og menn verða að hafa hausinn á réttum stað fyrir erfiðan leik á sunnudaginn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×