Innlent

Stjórnleysi og agaleysi í einkaskólum

Skúli Helgason.
Skúli Helgason.

„Við eigum eftir að fylgja þessum skýrslum eftir og veita ráðuneytinu aðhald til að tryggja að ofgreiðslur skili sér aftur," segir Skúli Helgason, formaður menntamálaefndar Alþingis.

Nefndin ræddi í morgun skýrslur Ríkisendurskoðunar um einkaskólana Menntaskólann Hraðbraut og Keili í Reykjanesbæ. Ríkisendurskoðun fór hörðum orðum um rekstur skólanna beggja. Menntaskólinn Hraðbraut hefur samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðanda fengið á annað hundrað milljóna króna of mikið frá ríkinu.

„Það er ljóst að þarna hefur ríkt stjórn- og agaleysi sem menntamálaráðuneytið hefur látið viðgangast athugasemdalaust árum saman, og það þótt þjónustusamningar hafi verið brotnir," segir Skúli. „Við munum jafnframt fylgja því eftir við ráðuneytið að fylgst verði betur með svona samningum í framtíðinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×