Fótbolti

Marseille franskur meistari í fyrsta sinn í 18 ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Deschamps, þjálfari Marseille, fagnar titlinum í kvöld.
Didier Deschamps, þjálfari Marseille, fagnar titlinum í kvöld. Mynd/AFP
Marseille tryggði sér í kvöld franska meistaratitilinn þegar liðið vann 3-1 sigur á Rennes. Þetta er fyrsti meistaratitill félagsins í 18 ár. Didier Deschamps, þjálfari Marseille, vann titilinn einnig sem leikmaður félagsins árið 1992.

Gabriel Heinze, sem varð að verða meistari í þriðja landinu (Manchester United 2007 og Real Madrid 2008), skoraði fyrsta markið beint úr aukaspyrnu á 4. mínútu en Jimmy Briand jafnaði fyrir Rennes á 37. mínútu.

Fyrirliðinn Mamadou Niang og Lucho González tryggðu Marseille síðan sigurinn með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili á 75. og 77. mínútu. Marseille hefur átta stiga forskot á Lille og Auxerre þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×