Innlent

Flokkarnir takmarka kosningaauglýsingar

Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram til sveitarstjórnakosninga um land allt hafa samþykkt að takmarka auglýsingakostnað við 11 milljónir króna Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð standa að samkomulaginu.

Flokkarnir skuldbinda sig til að takmarka kostnað við auglýsingabirtingar í dagblöðum, netfjölmiðlum og ljósvakamiðlum á landsvísu. Heildarkostnaður hvers flokks vegna auglýsingabirtinga í þessum fjölmiðlum verði ekki hærri en 11 milljónir króna að meðtöldum virðisaukaskatti á tímabilinu 29. apríl til og með 29. maí. Það er rúmlega 20% lægri upphæð en miðað var við fyrir þingkosningarnar í fyrra.

Fyrirtækið Creditinfo mun hafa eftirlit með framkvæmdinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×