Innlent

Magnúsi sleppt - tveggja vikna farbann

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg er laus úr gæsluvarðhaldi og hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna farbann þess í stað. Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað þetta nú fyrir stundu en gæsluvarðhald yfir Magnúsi rann út í dag.

Magnús var handtekinn á fimmtudag í síðustu viku og úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald daginn eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Magnús verið yfirheyrður í dag. Þá hafa tveir aðrir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings einnig verið í yfirheyrslum í morgun. Alls hafa hátt í þrjátíu fyrrverandi starfsmenn verið yfirheyrðir síðustu daga en um tuttugu hafa stöðu grunaðra í rannsókn málsins.

Gæsluvarðhald yfir þeim Hreiðari Má Sigurðssyni og Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjórum Kaupþings, rennur út í næstu viku en Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Ingólfs.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×