Íslenski boltinn

Ingvar ver mark Stjörnunnar næstu þrjú árin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ingvar í leik með Njarðvík síðasta sumar.
Ingvar í leik með Njarðvík síðasta sumar.

Einhver efnilegasti markvörður landsins, Ingvar Jónsson, skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Stjörnuna. Hann kemur til félagsins frá Njarðvík.

Ingvar er 21 árs gamall og hefur allan sinn feril leikið með Njarðvík. Hann á að baki unglinglandsleiki og vilja margir meina að hann eigi að vera aðalmarkvörður U-21 árs landsliðsins.

Ingvar mun leysa Bjarna Þórð Halldórsson af hólmi en hann fór í Fylki þegar ljóst var að Stjarnan hafði ekki áhuga á að halda honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×