Þingmenn sitji ekki í óþökk grasrótarinnar 27. apríl 2010 03:30 „Ég er ung og á eftir að gera heilmikið annað en að vera í þessu. Ég verð að á meðan ég geri gagn og síðan taka aðrir við," segir Katrín. Þingmenn eru á þingi fyrir kjósendur sína. Telji grasrót flokksins að þingmaður eigi ekki erindi á þing þá á hann einfaldlega ekki erindi þar. Svo segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra Samfylkingar, spurð álits á tillögu flokkssystur sinnar, Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Steinunn hefur sagt að komist nýskipuð umbótanefnd flokksins að þeirri niðurstöðu „að menn hafi brugðist á þessum tíma" eigi allir þeir þingmenn flokksins sem sátu á þingi fyrir hrun að segja af sér. Krafa um þetta hafi heyrst innan flokksins. „Ég er ekki á því að allir sem einn eigi að víkja. Það er mismunandi í hverju menn hafa staðið. En það eru kjósendurnir sem ráða þessu. Það eru kjósendurnir sem völdu mig í forvali. Ef grasrótin í mínum flokki gerði þá kröfu þá myndi ég að sjálfsögðu víkja," segir Katrín. Fyrrnefnd umbótanefnd teljist til grasrótar flokksins. Aðspurð segist ráðherra ekki hafa hugsað um að segja af sér, enda sé hún á bólakafi í verkefnum. „En auðvitað kemur manns tími einhvern tíma. Ég er ung og á eftir að gera heilmikið annað en að vera í þessu. Ég verð að á meðan ég geri gagn og síðan taka aðrir við," segir Katrín. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segist ekki sammála hugmynd Steinunnar: „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að inni á þingi sé fólk með reynslu og hef verið þeirrar skoðunar að endurnýjunin á þingi hafi jafnvel verið of hröð. Þar eru innan við tuttugu þingmenn með þriggja ára reynslu eða lengri. Ég vil hafa ferskt blóð í bland við reynslumikið fólk," segir hún. Ásta vill ekki ræða umbótanefndina og segist ekki hafa hugsað um að segja af sér. „Ég hef nýlega fengið endurnýjað umboð í kosningum," segir hún. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir þessi mál í farvegi bæði umbótanefndar flokksins og sérstakrar þingnefndar. Þeim farvegi eigi að fylgja. „Það er mjög mikilvægt að þessar nefndir komi með niðurstöður og tillögur og síðan metum við þær. Ég tel eðlilegt að við bíðum eftir því. Annars þyrftum við ekki þessar nefndir," segir hann. Spurður hvort hann hafi leitt hugann að því að hætta, segir Guðbjartur: „Ég hef alveg síðan ég kom á þing velt því fyrir mér hvort ég sé að gera gagn þar eða ekki og ég var auðvitað að meta það fram til 2009 hvort ég ætti að fara í slaginn. En rannsóknarskýrslan hefur engu breytt um það. Hún bara hvetur okkur til dáða." klemens@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Þingmenn eru á þingi fyrir kjósendur sína. Telji grasrót flokksins að þingmaður eigi ekki erindi á þing þá á hann einfaldlega ekki erindi þar. Svo segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra Samfylkingar, spurð álits á tillögu flokkssystur sinnar, Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Steinunn hefur sagt að komist nýskipuð umbótanefnd flokksins að þeirri niðurstöðu „að menn hafi brugðist á þessum tíma" eigi allir þeir þingmenn flokksins sem sátu á þingi fyrir hrun að segja af sér. Krafa um þetta hafi heyrst innan flokksins. „Ég er ekki á því að allir sem einn eigi að víkja. Það er mismunandi í hverju menn hafa staðið. En það eru kjósendurnir sem ráða þessu. Það eru kjósendurnir sem völdu mig í forvali. Ef grasrótin í mínum flokki gerði þá kröfu þá myndi ég að sjálfsögðu víkja," segir Katrín. Fyrrnefnd umbótanefnd teljist til grasrótar flokksins. Aðspurð segist ráðherra ekki hafa hugsað um að segja af sér, enda sé hún á bólakafi í verkefnum. „En auðvitað kemur manns tími einhvern tíma. Ég er ung og á eftir að gera heilmikið annað en að vera í þessu. Ég verð að á meðan ég geri gagn og síðan taka aðrir við," segir Katrín. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segist ekki sammála hugmynd Steinunnar: „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að inni á þingi sé fólk með reynslu og hef verið þeirrar skoðunar að endurnýjunin á þingi hafi jafnvel verið of hröð. Þar eru innan við tuttugu þingmenn með þriggja ára reynslu eða lengri. Ég vil hafa ferskt blóð í bland við reynslumikið fólk," segir hún. Ásta vill ekki ræða umbótanefndina og segist ekki hafa hugsað um að segja af sér. „Ég hef nýlega fengið endurnýjað umboð í kosningum," segir hún. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir þessi mál í farvegi bæði umbótanefndar flokksins og sérstakrar þingnefndar. Þeim farvegi eigi að fylgja. „Það er mjög mikilvægt að þessar nefndir komi með niðurstöður og tillögur og síðan metum við þær. Ég tel eðlilegt að við bíðum eftir því. Annars þyrftum við ekki þessar nefndir," segir hann. Spurður hvort hann hafi leitt hugann að því að hætta, segir Guðbjartur: „Ég hef alveg síðan ég kom á þing velt því fyrir mér hvort ég sé að gera gagn þar eða ekki og ég var auðvitað að meta það fram til 2009 hvort ég ætti að fara í slaginn. En rannsóknarskýrslan hefur engu breytt um það. Hún bara hvetur okkur til dáða." klemens@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira