Þingmenn sitji ekki í óþökk grasrótarinnar 27. apríl 2010 03:30 „Ég er ung og á eftir að gera heilmikið annað en að vera í þessu. Ég verð að á meðan ég geri gagn og síðan taka aðrir við," segir Katrín. Þingmenn eru á þingi fyrir kjósendur sína. Telji grasrót flokksins að þingmaður eigi ekki erindi á þing þá á hann einfaldlega ekki erindi þar. Svo segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra Samfylkingar, spurð álits á tillögu flokkssystur sinnar, Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Steinunn hefur sagt að komist nýskipuð umbótanefnd flokksins að þeirri niðurstöðu „að menn hafi brugðist á þessum tíma" eigi allir þeir þingmenn flokksins sem sátu á þingi fyrir hrun að segja af sér. Krafa um þetta hafi heyrst innan flokksins. „Ég er ekki á því að allir sem einn eigi að víkja. Það er mismunandi í hverju menn hafa staðið. En það eru kjósendurnir sem ráða þessu. Það eru kjósendurnir sem völdu mig í forvali. Ef grasrótin í mínum flokki gerði þá kröfu þá myndi ég að sjálfsögðu víkja," segir Katrín. Fyrrnefnd umbótanefnd teljist til grasrótar flokksins. Aðspurð segist ráðherra ekki hafa hugsað um að segja af sér, enda sé hún á bólakafi í verkefnum. „En auðvitað kemur manns tími einhvern tíma. Ég er ung og á eftir að gera heilmikið annað en að vera í þessu. Ég verð að á meðan ég geri gagn og síðan taka aðrir við," segir Katrín. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segist ekki sammála hugmynd Steinunnar: „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að inni á þingi sé fólk með reynslu og hef verið þeirrar skoðunar að endurnýjunin á þingi hafi jafnvel verið of hröð. Þar eru innan við tuttugu þingmenn með þriggja ára reynslu eða lengri. Ég vil hafa ferskt blóð í bland við reynslumikið fólk," segir hún. Ásta vill ekki ræða umbótanefndina og segist ekki hafa hugsað um að segja af sér. „Ég hef nýlega fengið endurnýjað umboð í kosningum," segir hún. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir þessi mál í farvegi bæði umbótanefndar flokksins og sérstakrar þingnefndar. Þeim farvegi eigi að fylgja. „Það er mjög mikilvægt að þessar nefndir komi með niðurstöður og tillögur og síðan metum við þær. Ég tel eðlilegt að við bíðum eftir því. Annars þyrftum við ekki þessar nefndir," segir hann. Spurður hvort hann hafi leitt hugann að því að hætta, segir Guðbjartur: „Ég hef alveg síðan ég kom á þing velt því fyrir mér hvort ég sé að gera gagn þar eða ekki og ég var auðvitað að meta það fram til 2009 hvort ég ætti að fara í slaginn. En rannsóknarskýrslan hefur engu breytt um það. Hún bara hvetur okkur til dáða." klemens@frettabladid.is Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Þingmenn eru á þingi fyrir kjósendur sína. Telji grasrót flokksins að þingmaður eigi ekki erindi á þing þá á hann einfaldlega ekki erindi þar. Svo segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra Samfylkingar, spurð álits á tillögu flokkssystur sinnar, Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Steinunn hefur sagt að komist nýskipuð umbótanefnd flokksins að þeirri niðurstöðu „að menn hafi brugðist á þessum tíma" eigi allir þeir þingmenn flokksins sem sátu á þingi fyrir hrun að segja af sér. Krafa um þetta hafi heyrst innan flokksins. „Ég er ekki á því að allir sem einn eigi að víkja. Það er mismunandi í hverju menn hafa staðið. En það eru kjósendurnir sem ráða þessu. Það eru kjósendurnir sem völdu mig í forvali. Ef grasrótin í mínum flokki gerði þá kröfu þá myndi ég að sjálfsögðu víkja," segir Katrín. Fyrrnefnd umbótanefnd teljist til grasrótar flokksins. Aðspurð segist ráðherra ekki hafa hugsað um að segja af sér, enda sé hún á bólakafi í verkefnum. „En auðvitað kemur manns tími einhvern tíma. Ég er ung og á eftir að gera heilmikið annað en að vera í þessu. Ég verð að á meðan ég geri gagn og síðan taka aðrir við," segir Katrín. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segist ekki sammála hugmynd Steinunnar: „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að inni á þingi sé fólk með reynslu og hef verið þeirrar skoðunar að endurnýjunin á þingi hafi jafnvel verið of hröð. Þar eru innan við tuttugu þingmenn með þriggja ára reynslu eða lengri. Ég vil hafa ferskt blóð í bland við reynslumikið fólk," segir hún. Ásta vill ekki ræða umbótanefndina og segist ekki hafa hugsað um að segja af sér. „Ég hef nýlega fengið endurnýjað umboð í kosningum," segir hún. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir þessi mál í farvegi bæði umbótanefndar flokksins og sérstakrar þingnefndar. Þeim farvegi eigi að fylgja. „Það er mjög mikilvægt að þessar nefndir komi með niðurstöður og tillögur og síðan metum við þær. Ég tel eðlilegt að við bíðum eftir því. Annars þyrftum við ekki þessar nefndir," segir hann. Spurður hvort hann hafi leitt hugann að því að hætta, segir Guðbjartur: „Ég hef alveg síðan ég kom á þing velt því fyrir mér hvort ég sé að gera gagn þar eða ekki og ég var auðvitað að meta það fram til 2009 hvort ég ætti að fara í slaginn. En rannsóknarskýrslan hefur engu breytt um það. Hún bara hvetur okkur til dáða." klemens@frettabladid.is
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira