Íslenski boltinn

Joe Tillen hættur hjá Fram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Stefán

Joe Tillen mun ekki spila með Fram í Pepsi-deild karla á næstu leiktíð og leitar sér nú að nýju félagi hér á landi.

Þetta kom fram á Fótbolti.net. Þar segir hann að honum hafi verið boðinn nýr samningur í síðustu viku. Hann hafi hins vegar ekki verið reiðubúinn að skrifa undir hann. „Frekari viðræður báru ekki árangur," sagði Tillen enn fremur.

Tillen er 24 ára gamall og yngri bróðir Sam Tillen en báðir gengu í raðir Fram árið 2008. Sam á að baki 68 leiki með Fram en Joe hefur alls skorað tíu mörk í 63 leikjum í deild og bikar með félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×