Þingmenn í jólafrí í dag Sigríður Mogensen skrifar 18. desember 2010 12:16 Þingmenn gæddu sér á konfekti fyrir helgi. Mynd/ GVA. Alþingi hefur ákveðið að ráðast í umfangsmikla rannsókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs. Rannsaka á fjármögnum sjóðsins á útlánum til viðskiptavina og sparisjóða og áhættustýringu. Síðasti þingfundur fyrir jólafrí hófst klukkan tíu í morgun en 18 mál eru á dagskrá þingsins í dag. Meðal annars verður tekið fyrir frumvarp fjármálaráðherra um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki. Markmið laganna er að afla ríkinu tekna til að mæta þeim mikla kostnaði sem fallið hefur á ríkissjóð vegna bankahrunsins og einnig að draga úr áhættusækni fjármálafyrirtækja með því að leggja sérstakan skatt á skuldir þeirra. Skatturinn nemur 0,05 prósentum. Í gær samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu sjö þingmanna úr öllum flokkum um að hefja rannsókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs frá þeim tíma sem breytingar voru gerðar á fjármögnun og lánareglum sjóðsins sem hrint var í framkvæmd árið 2004. Þá vill Alþingi að fram fari endurskoðun á stefnu og starfsemi Íbúðalánasjóðs. Rannsóknin á að fara fram á vegum Alþingis, sem telur mikilvægt að fá skýra mynd af starfsemi Íbúðalánasjóðs. Samhliða fari fram rannsókn á innkomu bankanna á húsnæðislánamarkað árið 2004 og áhrif hennar. Að mati rannsóknarnefndar Alþingis voru breytingar á útlánareglum sjóðsins með stærri hagstjórnarmistökum í aðdraganda bankahrunsins. Taldi nefndin að innleiðing 90% lána og hækkun hámarkslána hafi verið þensluhvetjandi mistök. Markmiðið með rannsókn á vegum Alþingis er að meta áhrifin af þessum breytingum og áhrif starfsemi Íbúðalánasjóðs á stjórn efnahagsmála. Skipuð verður þriggja manna nefnd sem skila á skýrslu um málið innan sex mánaða frá skipun. Nefndin mun hafa sambærilegar heimildir til skýrslutöku og gagnaöflunar og rannsóknarnefnd Alþingis hafði, en þær voru mjög víðtækar. Eins og fram hefur komið í fréttum okkar þarf ríkissjóður að leggja Íbúðalánasjóði til rúmlega 30 milljarða í lok ársins vegna slæmrar stöðu sjóðsins. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Alþingi hefur ákveðið að ráðast í umfangsmikla rannsókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs. Rannsaka á fjármögnum sjóðsins á útlánum til viðskiptavina og sparisjóða og áhættustýringu. Síðasti þingfundur fyrir jólafrí hófst klukkan tíu í morgun en 18 mál eru á dagskrá þingsins í dag. Meðal annars verður tekið fyrir frumvarp fjármálaráðherra um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki. Markmið laganna er að afla ríkinu tekna til að mæta þeim mikla kostnaði sem fallið hefur á ríkissjóð vegna bankahrunsins og einnig að draga úr áhættusækni fjármálafyrirtækja með því að leggja sérstakan skatt á skuldir þeirra. Skatturinn nemur 0,05 prósentum. Í gær samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu sjö þingmanna úr öllum flokkum um að hefja rannsókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs frá þeim tíma sem breytingar voru gerðar á fjármögnun og lánareglum sjóðsins sem hrint var í framkvæmd árið 2004. Þá vill Alþingi að fram fari endurskoðun á stefnu og starfsemi Íbúðalánasjóðs. Rannsóknin á að fara fram á vegum Alþingis, sem telur mikilvægt að fá skýra mynd af starfsemi Íbúðalánasjóðs. Samhliða fari fram rannsókn á innkomu bankanna á húsnæðislánamarkað árið 2004 og áhrif hennar. Að mati rannsóknarnefndar Alþingis voru breytingar á útlánareglum sjóðsins með stærri hagstjórnarmistökum í aðdraganda bankahrunsins. Taldi nefndin að innleiðing 90% lána og hækkun hámarkslána hafi verið þensluhvetjandi mistök. Markmiðið með rannsókn á vegum Alþingis er að meta áhrifin af þessum breytingum og áhrif starfsemi Íbúðalánasjóðs á stjórn efnahagsmála. Skipuð verður þriggja manna nefnd sem skila á skýrslu um málið innan sex mánaða frá skipun. Nefndin mun hafa sambærilegar heimildir til skýrslutöku og gagnaöflunar og rannsóknarnefnd Alþingis hafði, en þær voru mjög víðtækar. Eins og fram hefur komið í fréttum okkar þarf ríkissjóður að leggja Íbúðalánasjóði til rúmlega 30 milljarða í lok ársins vegna slæmrar stöðu sjóðsins.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira