Fann níu mjálmandi ketti í kartöflupoka 18. desember 2010 08:30 Níu lifandi kettir fundust í strigapoka í Heiðmörk í fyrradag. Augljóst var að lóga átti köttunum með grimmilegri aðferð. Ekki í fyrsta sinn sem svona er gert. „Það er skelfilegt að henda svona dýrum út,“ segir starfsmaður í Kattholti. Myndin er úr safni. „Það er hræðilegt að einhver skuli gera svona," segir Elín G. Folha, starfsmaður í Kattholti. Maður á fertugsaldri fann níu lifandi ketti í stórum kartöflupoka þegar hann var á gangi með hundinn sinn í Heiðmörk í fyrradag. Hundurinn heyrði kettina mjálma og hljóp af stað. Þegar manninn bar að sá hann hvar pokinn lá úti í hrauni og búið að binda fyrir. Augljóst var að lóga átti köttunum með grimmilegri aðferð. Kettirnir eru þriggja mánaða gamlir og upp í eins árs. Maðurinn brást skjótt við, sótti búr í bílinn sinn og tók kettina með sér heim. Í gær hafði hann svo samband við Kattholt og kom fimm þeirra í fóstur. Maðurinn ætlar að reyna að finna hinum köttunum fjórum heimili, annars fara þeir líka í Kattholt. Elín hjá Kattholti segir að kettirnir séu ekki illa hirtir en þeir séu mjög hvekktir. „Dýrin eru rosalega inni í sér. Ef ég reyni að klappa þeim fara þau undan í flæmingi. Það er eins og þau hafi verið barin eða eitthvað. Ein af læðunum er þó farin að koma til. En fressarnir og hinar læðurnar tvær eru ekki nógu góðar. Ég veit ekki hvað hefur gengið á hjá þeim áður. Það er óhugnanlegt að vita til þess að fólk vinni svona myrkraverk." Elín segir að svona mál komi upp nokkrum sinnum á ári. Stundum eru kettirnir sem skildir eru eftir fyrir utan athvarfið nær dauða en lífi. Stundum eru þeir dauðir. „Það er skelfilegt að henda svona dýrum út," segir Elín. Hún segir að starfsmenn Kattholts tilkynni svona mál jafnóðum til Dýraverndarsambandsins en það beri því miður ekki árangur. „Við reynum það sem við getum gert en oftast er bara ekkert hægt að gera. Það veit enginn hver eigandi dýranna er," segir Elín í Kattholti. kristjan@frettabladid.is Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
„Það er hræðilegt að einhver skuli gera svona," segir Elín G. Folha, starfsmaður í Kattholti. Maður á fertugsaldri fann níu lifandi ketti í stórum kartöflupoka þegar hann var á gangi með hundinn sinn í Heiðmörk í fyrradag. Hundurinn heyrði kettina mjálma og hljóp af stað. Þegar manninn bar að sá hann hvar pokinn lá úti í hrauni og búið að binda fyrir. Augljóst var að lóga átti köttunum með grimmilegri aðferð. Kettirnir eru þriggja mánaða gamlir og upp í eins árs. Maðurinn brást skjótt við, sótti búr í bílinn sinn og tók kettina með sér heim. Í gær hafði hann svo samband við Kattholt og kom fimm þeirra í fóstur. Maðurinn ætlar að reyna að finna hinum köttunum fjórum heimili, annars fara þeir líka í Kattholt. Elín hjá Kattholti segir að kettirnir séu ekki illa hirtir en þeir séu mjög hvekktir. „Dýrin eru rosalega inni í sér. Ef ég reyni að klappa þeim fara þau undan í flæmingi. Það er eins og þau hafi verið barin eða eitthvað. Ein af læðunum er þó farin að koma til. En fressarnir og hinar læðurnar tvær eru ekki nógu góðar. Ég veit ekki hvað hefur gengið á hjá þeim áður. Það er óhugnanlegt að vita til þess að fólk vinni svona myrkraverk." Elín segir að svona mál komi upp nokkrum sinnum á ári. Stundum eru kettirnir sem skildir eru eftir fyrir utan athvarfið nær dauða en lífi. Stundum eru þeir dauðir. „Það er skelfilegt að henda svona dýrum út," segir Elín. Hún segir að starfsmenn Kattholts tilkynni svona mál jafnóðum til Dýraverndarsambandsins en það beri því miður ekki árangur. „Við reynum það sem við getum gert en oftast er bara ekkert hægt að gera. Það veit enginn hver eigandi dýranna er," segir Elín í Kattholti. kristjan@frettabladid.is
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira