Ólafur um Hermann, Theodór Elmar og Gunnar Heiðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. október 2010 19:00 Theodór Elmar er aftur kominn í A-landslið karla. Nordic Photos / AFP Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi í dag meðal annarra þá Hermann Hreiðarsson, Theodór Elmar Bjarnason og Gunnar Heiðar Þorvaldsson í landsliðið á nýjan leik. Á blaðamannafundi KSÍ í dag útskýrði hann af hverju hann kallaði á þá nú. Hermann Hreiðarsson sleit hásin í mars síðastliðnum og hefur verið samningslaus síðan í sumar en þá rann samningur hans við Portsmouth út. „Hermann er byrjaður að æfa á fullu og gerði það fyrir þó nokkrum tíma með Portsmouth. Hann hefur reyndar ekki spilað leik eftir því sem ég best veit. Ég held að hann skrifi undir nýjan samning við Portsmouth í dag, ef ekki í dag þá á morgun." „Þar auðvitað sérstakt að hann sé valinn í landsliðshóp þar sem hann hefur ekki spilað lengi. En ég tel það gríðarlegan styrk fyrir landsliðið að hafa Hermann með, hvort sem hann verður í byrjunarliðinu, á varamannabekknum eða upp í stúku. Þess vegna var hann valinn nú," sagði Ólafur. Theodór Elmar hefur verið að spila sem fastamaður í liði IFK Gautaborgar í Svíþjóð en dró sig úr landsliðinu á síðasta ári. „Menn muna að hann rauk í burtu á sínum tíma í minni óþökk. Alveg frá fyrsta degi síðan það gerðist hefur honum staðið til boða að tala við mig og klára þau mál," sagði Ólafur. „Það er oft þannig að ungir strákar eru femnir við að hringja í þjálfarann en við áttum gott samtal fyrir hálfum mánuði er hann hringdi í mig. Hann iðraðist þess sem hann gerði og lofaði að það muni ekki koma fyrir aftur. Hann er því valinn aftur nú." Og um Gunnar Heiðar, sem nú leikur með Fredrikstad í norsku B-deildinni, hafði hann þetta að segja: „Gunnar Heiðar hefur verið í bulli með sinn feril í eitt eða tvö ár. Hann hefur verið á milli liða og ekki átt upp á pallborðið þar sem hann hefur verið að spila. En hann er nú kominn með fast land og hefur verið að spila með liði sínu í toppbaráttunni í 1. deildinni í Norgi." „Ég hef alltaf haft mikla trú á Gunnari en því miður hefur hann lent í því sem hann hefur lent í. En ég fagna því að hann er byrjaður að spila reglulega aftur. Það er gott fyrir landsliðið." Þess ber að geta að Ólafur missti sjö leikmenn úr síðasta landsliðshópi sínum í U-21 landsliðið sem mætir Skotum tvívegis á næstu dögum. Vegna þessa og meiðsla annarra leikmanna þurfti Ólafur að gera níu breytingar á leikmannahópnum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi í dag meðal annarra þá Hermann Hreiðarsson, Theodór Elmar Bjarnason og Gunnar Heiðar Þorvaldsson í landsliðið á nýjan leik. Á blaðamannafundi KSÍ í dag útskýrði hann af hverju hann kallaði á þá nú. Hermann Hreiðarsson sleit hásin í mars síðastliðnum og hefur verið samningslaus síðan í sumar en þá rann samningur hans við Portsmouth út. „Hermann er byrjaður að æfa á fullu og gerði það fyrir þó nokkrum tíma með Portsmouth. Hann hefur reyndar ekki spilað leik eftir því sem ég best veit. Ég held að hann skrifi undir nýjan samning við Portsmouth í dag, ef ekki í dag þá á morgun." „Þar auðvitað sérstakt að hann sé valinn í landsliðshóp þar sem hann hefur ekki spilað lengi. En ég tel það gríðarlegan styrk fyrir landsliðið að hafa Hermann með, hvort sem hann verður í byrjunarliðinu, á varamannabekknum eða upp í stúku. Þess vegna var hann valinn nú," sagði Ólafur. Theodór Elmar hefur verið að spila sem fastamaður í liði IFK Gautaborgar í Svíþjóð en dró sig úr landsliðinu á síðasta ári. „Menn muna að hann rauk í burtu á sínum tíma í minni óþökk. Alveg frá fyrsta degi síðan það gerðist hefur honum staðið til boða að tala við mig og klára þau mál," sagði Ólafur. „Það er oft þannig að ungir strákar eru femnir við að hringja í þjálfarann en við áttum gott samtal fyrir hálfum mánuði er hann hringdi í mig. Hann iðraðist þess sem hann gerði og lofaði að það muni ekki koma fyrir aftur. Hann er því valinn aftur nú." Og um Gunnar Heiðar, sem nú leikur með Fredrikstad í norsku B-deildinni, hafði hann þetta að segja: „Gunnar Heiðar hefur verið í bulli með sinn feril í eitt eða tvö ár. Hann hefur verið á milli liða og ekki átt upp á pallborðið þar sem hann hefur verið að spila. En hann er nú kominn með fast land og hefur verið að spila með liði sínu í toppbaráttunni í 1. deildinni í Norgi." „Ég hef alltaf haft mikla trú á Gunnari en því miður hefur hann lent í því sem hann hefur lent í. En ég fagna því að hann er byrjaður að spila reglulega aftur. Það er gott fyrir landsliðið." Þess ber að geta að Ólafur missti sjö leikmenn úr síðasta landsliðshópi sínum í U-21 landsliðið sem mætir Skotum tvívegis á næstu dögum. Vegna þessa og meiðsla annarra leikmanna þurfti Ólafur að gera níu breytingar á leikmannahópnum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti