Þarf að reyksprengja húsgögnin eftir svartan myglusvepp 10. júní 2010 14:34 Margrét með börnunum sínum „Þeir lofuðu að hreinsa það sem hægt er að bjarga og koma því heim. En það var ekkert meira, þeir voru ekki að bjóða mér bætur eða niðurfellingar eða eitthvað svoleiðis," segir Margrét Andrésdóttir, einstæð þriggja barna móðir á Egilsstöðum. Eins og Vísir greindi frá á þriðjudaginn þurfti Margrét að yfirgefa húsnæði sem Sveitarfélagið Fljótsdalshérað útvegaði henni eftir að svartur myglusveppur gerði vart við sig. Margrét missti nánast allt innbúið sitt og hún og börnin hennar urðu mikið veik í kjölfarið. Margrét fundaði með stjórnendum bæjarins í morgun. „Þessi fundur snérist í rauninni um að klára þetta mál, það er að segja að dótið mitt liggi ekki óhreyft einhvers staðar og þeir fari í það að hreinsa það." Hún hefur undanfarna daga búið eins og í útilegu með engin húsgögn. Nú á að setja hluta af dótinu hennar í gám þar sem reyksprengja verður sprengd. Sprengjan á að hreinsa sveppinn úr húsgögnum sem ekki er hægt að hreinsa. Húsgögnin verða lokuð inn í gámnum í þrettán klukkutíma eftir að sprengjan verður sprengd. „Hún á að smjúga inn í það sem við náum ekki að hreinsa," segir Margrét en bólstruðu húsgögnunum verður ekki bjargað. „Núna er ég rosalega sátt við að það sé verið að gera eitthvað í hlutunum og það sé verið að reyna koma okkur út úr þessari útilegu sem við höfum verið í síðustu daga." Aðspurð um hvort að hún hafi ráðfært sig við lögfræðinga og fari í hugsanlegt mál við bæinn út af tjóninu sem hún hefur orðið fyrir, bæði fjárhagslega og heilsufarslega, segir hún að það sé í skoðun. „En við sögðum við þá í morgun að þetta væri ekki í þessum farvegi ef það hefði verið brugðist strax við." Tengdar fréttir Svartur myglusveppur étur upp heimilið „Ég er með sveppinn í blóðinu," segir Margrét Andrésdóttir, 34 ára einstæð þriggja barna móðir á Egilsstöðum. Hún hefur nú þurft að yfirgefa heimili sitt eftir að svartur myglusveppur gerði vart við sig þar. Margrét segir sig og börnin sín hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni á því að búa í húsinu. Það var Austurglugginn sem fjallaði fyrst um málið. 8. júní 2010 11:35 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
„Þeir lofuðu að hreinsa það sem hægt er að bjarga og koma því heim. En það var ekkert meira, þeir voru ekki að bjóða mér bætur eða niðurfellingar eða eitthvað svoleiðis," segir Margrét Andrésdóttir, einstæð þriggja barna móðir á Egilsstöðum. Eins og Vísir greindi frá á þriðjudaginn þurfti Margrét að yfirgefa húsnæði sem Sveitarfélagið Fljótsdalshérað útvegaði henni eftir að svartur myglusveppur gerði vart við sig. Margrét missti nánast allt innbúið sitt og hún og börnin hennar urðu mikið veik í kjölfarið. Margrét fundaði með stjórnendum bæjarins í morgun. „Þessi fundur snérist í rauninni um að klára þetta mál, það er að segja að dótið mitt liggi ekki óhreyft einhvers staðar og þeir fari í það að hreinsa það." Hún hefur undanfarna daga búið eins og í útilegu með engin húsgögn. Nú á að setja hluta af dótinu hennar í gám þar sem reyksprengja verður sprengd. Sprengjan á að hreinsa sveppinn úr húsgögnum sem ekki er hægt að hreinsa. Húsgögnin verða lokuð inn í gámnum í þrettán klukkutíma eftir að sprengjan verður sprengd. „Hún á að smjúga inn í það sem við náum ekki að hreinsa," segir Margrét en bólstruðu húsgögnunum verður ekki bjargað. „Núna er ég rosalega sátt við að það sé verið að gera eitthvað í hlutunum og það sé verið að reyna koma okkur út úr þessari útilegu sem við höfum verið í síðustu daga." Aðspurð um hvort að hún hafi ráðfært sig við lögfræðinga og fari í hugsanlegt mál við bæinn út af tjóninu sem hún hefur orðið fyrir, bæði fjárhagslega og heilsufarslega, segir hún að það sé í skoðun. „En við sögðum við þá í morgun að þetta væri ekki í þessum farvegi ef það hefði verið brugðist strax við."
Tengdar fréttir Svartur myglusveppur étur upp heimilið „Ég er með sveppinn í blóðinu," segir Margrét Andrésdóttir, 34 ára einstæð þriggja barna móðir á Egilsstöðum. Hún hefur nú þurft að yfirgefa heimili sitt eftir að svartur myglusveppur gerði vart við sig þar. Margrét segir sig og börnin sín hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni á því að búa í húsinu. Það var Austurglugginn sem fjallaði fyrst um málið. 8. júní 2010 11:35 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Svartur myglusveppur étur upp heimilið „Ég er með sveppinn í blóðinu," segir Margrét Andrésdóttir, 34 ára einstæð þriggja barna móðir á Egilsstöðum. Hún hefur nú þurft að yfirgefa heimili sitt eftir að svartur myglusveppur gerði vart við sig þar. Margrét segir sig og börnin sín hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni á því að búa í húsinu. Það var Austurglugginn sem fjallaði fyrst um málið. 8. júní 2010 11:35